Lifandi Saga

Miðaldir einkenndust af miklu kynlífi

Prestar sem stunduðu skírlífi og íbúar sem lifðu í stöðugum ótta við að lenda í helvíti, þannig ímynda margir sér Evrópu á miðöldum. Dráttur í kirkjunni og dónalegar sögur voru hins vegar daglegir viðburðir.

BIRT: 15/10/2023

 

Í kirkjum áttu sér stað atburðir sem enginn nefndi

 

Íbúarnir lifðu hver ofan í öðrum og sérherbergi fyrir hjón fyrirfundust aðeins í húsnæði aðalsfólks og þar sem öll fjölskyldan svaf í sama herberginu, reyndist það foreldrunum oft erfitt að finna stað þar sem þau gætu elskast í friði og ró.

 

Fyrir vikið leituðu margir á náðir kirkjunnar en kirkjur stóðu jú tómar mestallan daginn.

 

Bandaríski miðaldasérfræðingurinn Ruth Mazo Karras telur meira að segja að kirkjur hafi verið eins konar „aftursæti í bíl“ þess tíma en vitað er að milljónir landa hennar í seinni tíð eiga sína fyrstu kynlífsreynslu í aftursæti bíls.

 

Auðvitað litu prestarnir ástarleiki í kirkjum hornauga.

 

Þegar tveir elskendur voru gripnir glóðvolgir bundu safnaðarmeðlimirnir þau saman „líkt og hunda“ og spottuðu þau, eða svo segir sagan.

 

Húsmæður kröfðust ástarleikja

 

Margir gera sér í hugarlund að konur hafi verið sómakærar og vinnusamar á miðöldum og að menn hafi ætíð átt frumkvæðið hvað snerti holdlegar lystisemdir.

 

Ýmislegt bendir til að sú ímynd sé úr lausu lofti gripin.

 

Í franskri dæmisögu frá 12. öld segir frá eiginkonu sjómanns nokkurs sem gerði svo miklar kröfur til mannsins í hjónasænginni að hann hrópaði í örvæntingu:

 

„Ég þvinga mig til að gera það sem ég þarf að gera, þín vegna. Nýr fatnaður er ekki nógsamlegur til að hljóta ást konu, heldur eru það ástarleikir“.

Augun tældu: Konum á miðöldum var ráðlagt að horfa ekki beint í augu karlmanna því eitt augnaráð nægði til að kveikja óhefta löngun hjá karlkyninu.

 

Framandleg krydd voru stinningarlyf miðaldra

 

Þó svo að karlar fæddust með óseðjandi löngun, samkvæmt hugsanagangi miðalda, þá höfðu sumir þeirra engu að síður þörf fyrir lyf til að geta staðið sig í rúminu. Lærðir menn útbjuggu fyrir vikið ýmiss konar ástarlyf.

 

Hinn viðurkenndi arabíski vísindamaður, Ahmed Ibn al-Jazzar frá Túnis, mælti t.d. með eftirfarandi á 10. öld:

 

„Malið hálft dirham (hálft annað gramm, ritstj.) af negul og blandið duftinu við kúamjólk. Þá má einnig setja engiferrót í munninn til að fá verulega mikla stinningu“, sagði Túnisbúinn.

 

Þýðing á verki al-Jazzars „Ferðaforði og fæða þess heimilisfasta“ barst með márum á Spáni um alla Evrópu og varð bókin metsölubók.

 

Í bókinni er að finna ýmis hollráð og uppskriftir sem ætlað var að fá löngunina til að blossa upp og meðal algengra stinningarlyfja má nefna engifer, kanil, pipar og önnur krydd.

 

Ef marka má rit al-Jazzars nægðu jurtir þó ekki til að tryggja gott kynlíf, því rómantíkin skipti jafnmiklu máli:

 

„Ástúðleg orð, ástríða, koss á kinn, fingur sem fléttast, tungur sem snertast, gleðin yfir að berja ástina sína augum og að láta tilfinningarnar í ljós“ voru allt hluti af leyndardómnum að baki óþreytandi elskhuga eða svo vildi al-Jazzar meina.

 

 

Munkar rituðu um ólifnað

 

Prestar héldu þrumuræður um holdlegar lystisemdir sem þeir sögðu vera erfðasynd og í lagabókum lýstu þeir jafnframt öllu því sem söfnuðurinn mætti ekki ástunda:

 

  • „Ástarleiki má hvorki stunda í dagsbirtu né heldur án fata“.

 

  • „Kynlíf má aðeins ástunda til að geta börn og maðurinn skal liggja ofan á“.

 

  • „Ef karlmaður fróar sér skal hann forðast holdlegt samneyti næstu fjóra daga. Sé hann drengur og gerir þetta oft, ber honum að fasta í 20 daga eða láta berja sig“.

 

  • „Sá sem stundar ósiðlegt líferni með kvenlegum karlmanni, öðrum körlum eða dýri, skal fasta í tíu ár“.

 

  • „Sá sem sprautar sæði sínu upp í munn hefur framið verstu syndina. Sumir verða dæmdir til að iðrast alla ævina“.

 

  • Á sunnudögum mátti enginn stunda kynlíf, því það var dagur drottins.

 

  • Dagana fyrir og eftir föstu var allt kynlíf bannað í 47-62 daga.

 

  • Allir ástarleikir voru bannaðir mánuðinn fyrir jól.

 

  • Skírlífi var fyrirskipað í 40-60 daga fram að næstu hvítasunnu.

 

  • Samfarir voru bannaðar á mörgum af helgidögum ársins.

 

Dónalegar sýningar löðuðu að sér marga áhorfendur

 

Leikritið „Le Chevalier qui fit les cons parler“ (riddarinn sem lét píkur tala) öðlaðist miklar vinsældir í Frakklandi á 13. öld.

 

„Fabliau“ (gamansamar smásögur) kölluðust djarfar leiksýningar sem farandleikarar tróðu upp með í Frakklandi á miðöldum. Þessar vinsælu sýningar innihéldu spaugilegar vísur sem áhorfendur kættust yfir.

 

Til er ein slík gamansaga um riddara sem gat talað við kynfæri kvenna en sagan hefst á því að fátækur riddari kemur auga á þrjár naktar álfkonur baða sig í laug.

 

Fatnaði þeirra hefur verið stolið en riddarinn nær þjófinum og álfkonurnar færa honum gjöf í þakklætisskyni en gjöfin felst í því að láta píkur tala. Og ef kynfæri konunnar verða orðlaus, þá muni rassinn svara fyrir hana.

 

Riddarinn leitar húsaskjóls í höll einni og frúin sendir fáklædda þjónustustúlku inn til hans um nóttina. Riddarinn ákveður að láta nú reyna á þessa nýju eiginleika sína og píka stúlkunnar svarar fyrirvaralaust.

 

Þegar furðu lostin þjónustustúlkan upplýsir um ótrúlega kunnáttu riddarans býður hallarfrúin honum 40 silfurdali ef honum takist að fá kynfæri hennar til að tala.

 

Hún laumast til að troða vefnaði upp í kynfæri sín en áhorfendum til mikillar kátínu svarar þá afturendi hennar:

 

„Píkan fær ekki mælt því op hennar er úttroðið. Mér er nær að halda að þar sé að finna bómull“.

 

Bækur voru sneisafullar af dónalegum teikningum

 

Kirkjan reyndi að beita boðum og bönnum til að hemja holdlegar lystisemdir en engum tókst að halda ímyndunaraflinu í skefjum.

 

Í bókargerðarlistinni læddu ólifnaður og nekt sér alls staðar inn og skáldsögur, sálmabækur, já, meira að segja biblían, voru myndskreyttar með ógrynni djarfra teikninga.

 

Áður en prentlistin var fundin upp skrifuðu munkar upp bækur.

 

Munkunum leiddist greinilega svo mikið þetta leiðigjarna verk að þeir gáfu ímyndunaraflinu iðulega lausan tauminn á spássíum bókanna. Þar teiknuðu þeir m.a. nakta presta, svo og ávexti og dýr sem höfðu lögun getnaðarlims.

 

Smokkum ætlað að verja prestana

 

Í upphafi 16. aldar geisaði sárasóttarfaraldur sem kom upp um hræsni kaþólsku kirkjunnar.

 

Opinberlega skyldu allir prestar ástunda skírlífi en rauðbleik útbrot á höndum og andliti, af völdum sárasóttar, leiddu illþyrmilega í ljós að prestar, kardínálar og meira að segja Júlíus 2. páfi syndguðu.

 

Ítalski læknirinn Gabriele Falloppio (1523-1562) tók sér það fyrir hendur að útbúa smokk sem heft gæti útbreiðslu þessa skammarlega faraldurs meðal kirkjunnar manna.

 

  1. Smokkurinn var gerður úr hólki saumuðum úr hördúk.

 

2. Smokkurinn var síðan bundinn við liminn til að hann héldist fastur.

 

3. Efnið var bleytt í efnablöndu sem átti að þorna áður en notkun hófst.

 

Stuttar handritaðar leiðbeiningar fylgdu Falloppio-smokknum.

 

Ráðleggingar fínnar aðalsfrúar: „Þannig geturðu orðið hrein mey á nýjan leik“

 

Á miðöldum var konum uppálagt að vera hreinar meyjar fram að brúðkaupsnóttinni en alls ekki allar konur uppfylltu þessar ströngu hugsjónir kirkjunnar.

 

Ef kona glataði meydómi sínum áður en hún trúlofaðist átti hún sér engu að síður viðreisnar von.

 

Hertogaynjan af ítölsku bæjunum Forlí og Imola, að nafni Catharina Sforza, sagði frá því í bók sinni „Tilraunir“ með hverju móti konur gætu endurheimt slitið meyjarhaft þannig að þær gætu áfram sagst vera hreinar meyjar: Þú eimar vatn og salvíu og smyrð áburðinum nokkrum sinnum í leggöngin.

 

„Þá muntu sjá að leggöngin verða svo þröng að þú sjálf munt dást að“, lofaði aðalskonan.

 

Gleðikonur Evrópu skyldi meðhöndla siðsamlega

 

Vændi var löglegt víða í Evrópu og lög náðu yfir starfsemina.

 

Víst er að kirkjan fordæmdi þá sem seldu og keyptu kynlíf og kallaði athæfið synd en hóruhús voru engu að síður álitin vera nauðsynleg til að losa um kynorku karla, svo forðast mætti enn skaðlegra athæfi á borð við sjálfsfróun, samkynhneigð eða nauðganir:

 

Kaupmannahöfn, Danmörku: Hans konungur fyrirskipaði að gleðikonur skyldu ganga með svarta og rauða húfu til að auðveldlega mætti bera kennsl á þær. Þær máttu jafnframt aðeins búa í tilteknum hverfum.

 

Nürnberg, Þýskalandi: Borgarstjórnin fyrirskipar eigendum vændishúsa að „bera fram tvær tveggja rétta máltíðir fyrir konurnar dag hvern“. Þá var gleðikonunum einnig uppálagt að fara í bað vikulega.

 

London, Englandi: Árið 1393 leyfði borgarstjórnin í Lundúnum að starfrækja mætti vændishús í mörgum þeirra baðstofa sem reknar voru í götunni Cokkes Lane. Gleðikonur sem ekki greiddu skatta og skyldur voru aftur á móti reknar á dyr.

 

Languedoc, Frakklandi: Í héraðinu Languedoc fengu gleðikonur að vinna árið um kring en þeim bar þó skylda til að hafa lokað á helgidögum, líkt og t.d. í dymbilviku.

 

Kynlífshneyksli komu upp um munka

 

Munkar og nunnur höfðu svarið þess eið að lifa skírlífi alla ævi en holdlegu lystisemdirnar höfðu engu að síður alvarlegan vanda í för með sér fyrir rómversk-kaþólsku kirkjuna á miðöldum.

 

Munkar, nunnur og prestar áttu það til að gleyma öllu um skírlífi í hita leiksins og láta undan fýsn sinni.

 

Prestar stunduðu kynlíf með konum í grenndinni, skemmtu sér með öðrum prestum eða nauðguðu ungum drengjum. Nunnur sváfu hjá öðrum nunnum, nú eða þá munkum, svo bumba kom í ljós undir nunnuklæðunum.

 

Hversu illa þetta gat farið sýndi sig í Missenden klaustrinu einum 60 km norðvestur af London.

 

Á árunum 1430 til 1531 fóru hinir ýmsu biskupar í alls 315 eftirlitsferðir þar sem þeir eltu uppi syndugt fólk úr eigin röðum. Þetta eftirlit leiddi til þess að alls 76 munkar og nunnur hlutu dóm – yfirleitt fyrir að hafa framið skírlífsbrot.

 

Árið 1531 skóku hneykslismálin klaustrið í Missenden af fullum krafti. Það ár báðu munkarnir sjálfir um rannsókn af hálfu biskupsins því þeir voru miður sín yfir framferði prestsins Johns Slyhursts.

 

Ásakanirnar snerust um það að Slyhurst hefði brotið kynferðislega gegn dreng úr sveitinni. Umboðsmenn biskups sendu siðspillta prestinn í lífstíðarfangelsi og bönnuðu drengjum framvegis að heimsækja svefnsali munka, svo og einkaherbergi þeirra.

 

Vændispiltur kaus presta umfram aðra

 

Þegar vændispilturinn John Rykener var staðinn að verki árið 1395 var hann ekki með buxurnar niður um sig, heldur pilsið á lofti.

 

Englendingurinn var í dulargervi konu og í þann veg að sinna karlkyns viðskiptavini í Lundúnaborg.

 

Þegar Rykener gafst kostur á að útskýra framferði sitt við réttarhöldin sagðist hann „frekar vilja fá presta sem viðskiptavini en aðra karlmenn, sökum þess að þeir greiddu hærra verð“.

 

Þegar hins vegar Rykener var í sínum hefðbundnu karlmannsklæðum sinnti hann gjarnan viðskiptavinum sem voru nunnur.

 

Hér má lesa meira

  • Ruth Mazo Karras: Sexuality in Medieval Europe: Doing unto others, Psychology Press, 2005

 

  • Henrietta Leyser: Medieval Women: Social History Of Women In England 450-1500 (Women in History), Pheonexn 2002

LESTU EINNIG

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Hve lengi höfum við fengið sumarfrí?

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Maðurinn

Síðbúnar kvöldmáltíðir gera þig þyngri og svangari

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Síðbúnar kvöldmáltíðir gera þig þyngri og svangari

6

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

Maðurinn

Hvað veldur dauðastjarfa?

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Eitruðustu efni veraldar

Heilsa

Er hægt að sofa með opin augun?

Lifandi Saga

Að sjá fangana var áfall: Hermenn grétu

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Listinn: Albert Einstein var mikill innblástur fyrir margar kynslóðir af uppfinningamönnum og þakka má honum fjölmargar uppfinningar sem við tökum nú sem gefnar. Hér eru átta þeirra.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.