Trygglyndur hundur beið eftir látnum herra sínum í 10 ár.

Árið 1024 keypti japanskur prófessor sér hund og strax í upphafi mynduðust sterk vinartengsl milli þeirra.

LESTÍMI: 1 MÍNÚTA

Árið 1924 tengdust japanskur prófessor og hundur vináttu sem náði út yfir gröf og dauða.

 

Þá keypti Hidesaburo Ueno prófessor hvolpinn Hachiko.

 

Hinn 52 ára gamli Uneo kenndi við háskóla í Tókýó og á hverjum morgni fylgdi hundurinn honum til lestarstöðvarinnar.

 

Þegar Uneo snéri aftur kl. 15.00 sama dag beið Hachiko hans og saman fóru þeir heim.

 

Í maí 1925 kom Uneo ekki til baka með lestinni. Hann hafði fengið heilablóðfall í háskólanum og dáið. En á lestarstöðinni beið Hachiko – til einskis.

 

Næsta dag fór Hachiko aftur á stöðina og beið. Þetta endurtók hann samviskusamlega næstu 10 árin og varð frægur um allt Japan.

 

Þegar Hachiko fannst dauður á götunni árið 1935, var hann grafinn við hlið Uneo. Á endanum voru þeir sameinaðir.

 

Birt 12.10.2021

 

 

 

Niels-Peter Granzow Busch

 

 

Lestu einnig:

(Visited 573 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR