Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Rannsókn ein sýnir nefnilega að snerting geti skipt sköpum hvað varðar heilsu barnsins í framtíðinni. Og skýringuna er að finna á mjög svo óvæntum stað.

BIRT: 17/07/2024

Líkamleg snerting föðurs og nýfædds barns er gríðarlega mikilvæg hvort sem það er koss eða að strjúka kinn barnsins.

 

Það er nálægðin sem skiptir máli.

 

Nálægðin byggir upp sterk tengsl við barnið og veitir öryggi en eins getur snerting reynst einstaklega góð heilsufarlega séð.

 

Líkamssnerting getur nefnilega verið afgerandi fyrir framtíðarheilbrigði og ónæmiskerfi barnsins þíns.

 

Styrkir örveruflóru barnsins

Mælanlegt gildi þessarar líkamlegu snertingar kemur fram þar sem fáir myndu ímynda sér – nefnilega í þarmakerfi barnsins. Um það bil 80 prósent af ónæmiskerfi einstaklingsins er tengt þörmum og í ljós kemur að þarmabakteríur föður eru fluttar til barnsins með náinni snertingu og skilar sér í þarma barnsins.

 

Örveruflóran samanstendur af milljörðum baktería, veira og annarra örvera sem lifa í og ​​á líkamanum og gegna lykilhlutverki í daglegri heilsu okkar. Til dæmis hjálpar örveruflóran við að stjórna ónæmiskerfinu, meltingu, heilastarfsemi og efnaskiptum.

 

Lengi hefur verið vitað að móðirin flytur bakteríur til barnsins. Það gerist í tengslum við fæðingu um leggöng sem og brjóstagjöf og það er mikilvægt fyrir barnið að fá þessar bakteríum frá móður þar sem þær hafa áhrif á bakteríusamsetningu í þarmakerfi barnsins.

 

Lítið en mikilvægt framlag

Samkvæmt rannsókn sem birt var í vísindatímaritinu Cell Host & Microbe leggur faðirinn einnig til lítið en mikilvægt framlag með þarmabakteríunum sínum sem flytjast til barnsins.

 

„Í rannsókn okkar skoðuðum við ekki nánar hvernig bakteríurnar flytjast yfir. Snerting við húð kemur til greina, en það getur líka verið húð við munn, til dæmis þegar faðirinn gefur barninu pela, sem er mjög algengt,“ útskýrir Willem de Vos. Hann er prófessor við Wageningen háskólann í Hollandi og stýrði rannsókninni.

 

Svarið lá í hægðasýnunum

Í hópnum voru vísindamenn frá Hollandi, Spáni, Ítalíu og Finnlandi og greindu þeir þarmabakteríur í hægðum 73 ungbarna, 21 þeirra fæddust með keisaraskurði og 52 fæddust um leggöng.

 

Sýnin voru tekin af börnunum þegar þau voru þriggja vikna, þriggja mánaða og eins árs gömul. Þessi sýni voru borin saman við samsvarandi hægðasýni frá mæðrum og feðrum til að sjá hvaða bakteríur voru til staðar.

 

Rannsakendur gátu séð að feðurnir voru stöðug uppspretta mismunandi tegunda baktería. Eftir eitt ár voru heildaráhrif bakteríuflutnings feðra í samræmi við bakteríuflutning frá mæðrum. Niðurstaða vísindamannanna var að flutningur þarmabaktería frá feðrum bæti að hluta til bakteríuflutning frá mæðrum og sé mikilvægt framlag.

 

Músatilraunir benda í sömu átt

Fyrri tilraunir með mýs benda í sömu átt. Rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature sýndi fram á að þegar dregið er úr fjölbreytileika og magni þarmabaktería í karlkyns músum eykur það í raun hættuna á t.a.m. lægri fæðingarþyngd, vaxtarskerðingu og hættu á snemmbúnum dauðdaga hjá afkvæmum þeirra.

 

Í þessari rannsókn gáfu vísindamenn frá European Molecular Biology Laboratory í Róm 28 karlkyns músum sýklalyf. Þessi meðferð dregur úr magni þarmabaktería allt að tífalt og breytir um leið mikilvægu jafnvægi milli mismunandi örvera.

 

Þessi athugun gefur vísbendingu um að þarmaflóra föðurins geti haft áhrif á heilsu næstu kynslóðar.

 

Margar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna skýr tengsl móður og barns þegar kemur að flutningi örvera. En minna er vitað þegar kemur að föðurhlutverkinu.

100 billjónir – svo margar örverur eru á ferðinni í þörmum þínum. Skríðið með niður í þetta langa líffæri sem getur stjórnað fjölmörgu, allt frá matarlyst þinni til heilbrigðis.

Rannsóknin í Cell Host & Microbe er einnig áhugaverð í ljósi þess að fjöldi barna fæðast með keisaraskurði og fá því ekki hina fyrstu og mikilvægu snertingu við þarmabakteríur móður, sem gerist sjálfkrafa við fæðingu um leggöng. Hvort framlag föðurins geti bætt upp þann skort er hins vegar óvíst.

 

„Framlag föðurs bætir sennilega bara að hluta þar sem sýnt hefur verið fram á að flutningur þarmabaktería frá móður er áhrifaríkari. Ef til vill hefur þetta að gera með magn þarmabaktería og breytir því ekki miklu hvort þær koma frá föður eða móður. En fræðilega séð ættu þarmabakteríur frá föður að virka alveg eins vel,“ segir Willem de Vos.

HÖFUNDUR: BJØRN FALCK MADSEN

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Alheimurinn

Jörðin er að tæmast af málmum: Næst fer leitin fram úti í geimnum 

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Tækni

Unnt er að breyta koltvísýringi og metangasi í hreinan orkugjafa með nýrri tímamótatækni

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is