Lifandi Saga

Linsur gerðu heiminn skýrari

Með gleraugum gat fólk með lélega sjón skyndilega séð skýrt. Hver fyrstur fann upp gleraugun er þó ráðgáta sem enn er hulin þoku.

BIRT: 22/06/2022

Þann 23. febrúar 1306 stóð presturinn Giordinu da Rivalto í prédikunarstólnum í kirkjunni Santa Maria Novella í Flórens og hélt prédikun sem átti eftir að fá lítinn en sérstakan sess á spjöldum sögunnar. Í ræðunni var nefnilega elsta, varðveitta dæmið um orðið „gleraugu“.

„Það eru ekki einu sinni liðin 20 ár síðan sú list var uppgötvuð að smíða gleraugu sem veita góða sjón, ein mikilvægasta og nauðsynlegasta smíð sem heimurinn þekkir.“

Útdráttur úr prédikun 1306

Giordiano da Rivalto tilkynnti að það væru „ekki einu sinni liðin 20 ár síðan sú list var uppgötvuð að smíða gleraugu sem veita góða sjón, ein mikilvægasta og nauðsynlegasta smíð sem heimurinn þekkir.“

 

Da Rivalto sagði líka: „Ég hef hitt þann mann sem fyrstur uppgötvaði þessa list og framkvæmdi og ég hef talað við hann.“

 

Því miður nefndi da Rivalto ekki nafn þessa fyrsta gleraugnasmiðs.

 

Nokkrum árum síðar, 1313, lést munkur að nafni Alessandro della Spina í Písa. Í minnisgrein um hann segir að hann hafi verið svo laginn handverksmaður að hann hafi sjálfur getað smíðað hvaða grip sem var, eftir að hafa séð hann einu sinni.

 

„Og,“ kemur svo, „þar eð það var annar sem fyrstur fann upp gleraugun en vildi ekki deila uppgötvun sinni með öðrum, var það hann sem upp á eigin spýtur lærði að smíða þau og deildi þeim með öðrum af góðmennsku sinni.“

Annar skattheimtumaðurinn á Marinus van Reymerswaeje-myndinni frá 16. öld hefur greinilega fest nefklemmurnar þétt á nefið.

Notkunin breiddist út

Þarna er nafn uppfinningamannsins ekki heldur nefnt en fyrir tilverknað della Spina varð það fljótlega algengara að yfirstéttin í Flórens bæri gleraugu í nefklemmum. Nefklemmurnar birtust líka fljótlega í málverkum og urðu tákn vísdóms og hárrar stöðu.

 

Fyrstu gleraugun voru kúptar linsur sem hafðar voru þykkastar í miðjunni, gerðar úr gagnsæju steinefni svo sem kvartsi eða beryl og slípaðar til að gefa hæfilegt ljósbrot. Slík gleraugu gögnuðust fjarsýnum og eldra fólki og réðu þannig bót á algengasta vandamálinu. Linsurnar voru festar í umgjarðir úr beini, málmi eða jafnvel leðri.

 

Notkun gleraugna breiddist úr frá Ítalíu til Niðurlanda, Þýskalands, Spánar og Frakklands. Í Englandi var „Spectacle Makers Company“ stofnað 1629. Fyrirtækið hafði sérstakt merki þar sem mynd var af gleraugum og svo einkunnarorðin „A Blessing to the Aged“ eða Blessun hinna eldri.

 

Á þessum tíma höfðu gleraugu náð fótfestu í Evrópu en þau voru mjög dýr og því ekki aðgengileg nema fáum.

Augun hafa fengið hjálp í 2.000 ár

Aldur og sjúkdómar veikla sjónina en það létu menn ekki stöðva fróðleiksþorsta sinn. Rómverjar fundu leiðir til að stækka letrið.

Rómverjar: Lét þrælinn lesa

Árið 100 f.Kr. kvartaði yfirstéttarmaður yfir því að geta ekki lesið vegna aldurs. Hann lét því þræl sinn lesa upphátt. Rithöfundurinn Seneca fann snjalla lausn. Hann las „allar bækur í Róm“ gegnum glerskál með vatni sem stækkaði bókstafina.

Arabar: Steinn stækkaði letrið

Múslímskir vísindamenn rannsökuðu m.a. brot ljóssins í vatni og kvartsi. Þaðan var ekki löng leið að því að slípa glerstykki flatt að neðan en kúpt að ofan. Hinn svonefndi lestrarsteinn var notaður til að stækka letur frá því um árið 1000.

Bretar: Nýjasta tíska á 19. öld

Þótt einglyrnið sé afar einföld smíð er það miklu yngra en gleraugun. Einglyrnið kom fram á 18. öld í þeim tilgangi að greina t.d. hvort gamlir munir væru ekta. En um 1830 var það orðin nýjasta tíska í Bretlandi.

Lestrarsteinn á 9. öld

Það er þó ekki alls kostar rétt að gleraugun hafi verið alveg evrópsk uppfinning. Strax á 9. öld hafði Abbas Ibn Firnas í Cordova á Spáni skapað svonefndan lestrarstein sem lagður var beint ofan á textann. Slíkur steinn var síðan notaður í Arabaheiminum.

 

Stærðfræðingurinn og vísindamaðurinn Alhazen í Kaíró varð líka einn af frumkvöðlum sjóntækninnar. Í tímamótabók frá 1021 lýsir hann því hvernig kúpt linsa skapar stækkaða mynd.

 

Síðar fluttu arabískir kaupmenn þessa þekkingu með sér austur til Asíu. Í lok 13. aldar skýrir Marco Polo frá því í ferðaminningum sínum frá Kína að eldra fólk við hirð keisarans hafi borið boga með stækkunarglerjum á nefinu við lestur.

 

Hafi notkunin verið orðin útbreidd á þessum tíma er trúlegt að uppfinningin sjálf sé miklu eldri. Það er þó óvíst hvort steinar voru slípaðir til að rétta af sjóngalla og í hve miklum mæli slík gleraugu hafa verið notuð.

Með „Dame Edna“ setti leikarinn Barry Humphries alveg nýjan gleraugnastaðal.

En hver sem það nú var sem fyrst kom fram með þessa uppfinningu urðu gleraugun mörgum til hjálpar í daglegu lífi. Listin að slípa gler varð líka undirstaða tveggja annarra uppfinninga sem höfðu afgerandi áhrif á þróun vísinda: smásjárinnar og sjónaukans.

 

Þessi tæki voru þróuð á 16. og 17. öld og gerðu mönnum kleift að rannsaka bæði minnstu smáatriði mannslíkamans og hinn gríðarstóra geim.

Lestu meira um gleraugu

Vincent Ilardi: Renaissance Vision from Spectacles to Telescopes, American Philosophical Society, 2007

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Magnus Västerbro

© Davis Lees/Getty Images, Print Collector/Getty Images, Ziko van Dijk, Shutterstock

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

3

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

4

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Lifandi Saga

Nasistar leituðu arísks menningarheims í Tíbet

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Menning og saga

Leynirými í 4.400 ára gömlum egypskum pýramída

Heilsa

Vísindamenn hafa fundið mikilvægan eiginleika sem er sameiginlegur öllum sem náð hafa 100 ára aldri.

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Krabbinn er sannkallaður brautryðjandi þegar kemur að því að leggja undir sig ný landsvæði.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is