Tækni

Lítil kjarnarafhlaða heldur símanum gangandi í 50 ár

Kjarnorkurafhlöður eiga að tryggja að farsímar þurfi aldrei að hlaða og að drónar geti flogið að eilífu, að sögn framleiðandans. Hins vegar gæti vel liðið nokkur tími þar til við sjáum rafhlöðuna á markaðnum.

BIRT: 01/10/2024

Rafhlaða sem notar kjarnorku sem orkugjafa. Þetta hljómar frekar óhugnanlega.

 

En slík tækni hefur reyndar verið notuð í áratugi, m.a. í geimferðum og kafbátum.

 

Og nú hefur sem sagt stór rafhlöðuframleiðandi kynnt til sögunnar nýja kjarnarafhlöðu sem að sögn á að geta haldið margvíslegum smátækjum gangandi í heil 50 ár án nýrrar hleðslu.

 

Eigi fyrirbærið eftir að ryðja sér til rúms fyrir alvöru gæti farið svo að hleðslutækin verði alveg óþörf í framtíðinni.

 

Mun öflugri en venjulegar rafhlöður

Kínverska fyrirtækið Betavolt hefur sett 63 nikkel-ísótóp í nýju BV100-kjarnarafhlöðuna sem er smærri en margir smápeningar eða 15 x 15 x 5 mm að stærð og skilar allt að 100 míkróvöttum við 3 volt.

 

Smæðin gerir mögulegt að koma fleiri rafhlöðum fyrir, t.d. í snjallsíma og það eykur afköstin.

Hvað er kjarnarafhlaða?

  • Kjarnarafhlaða sækir orku frá geislavirkri uppsprettu og er frábrugðin hefðbundnum rafhlöðum hvað varðar kostnað, endingu, notkun og virkni.

 

  • Hefðbundnar rafhlöður nota rafefnafræðileg viðbrögð sem aflgjafa.

 

  • Í kjarnarafhlöðunni er sundrun geislavirkra ísótópa notuð til að framleiða raforku.

 

  • Úran er vinsælt geislavirkt frumefni til aflgjafa en það hefur verið notað sem aðalorkugjafi kjarnorkuvera í yfir 60 ár.

 

  • Þar sem rafmagnið stafar af stöðugri sundrun einda afhleðst rafhlaðan ekki hraðar vegna aukinnar notkunar.

 

  • Kjarnorkurafhlöður eru nú þegar notaðar í tæki eins og geimför og gervihnetti – þær hjálpa jafnvel til við að knýja Marsjeppann Perseverance.

 

Almennt veldur geislun og úrgangur áhyggjum af notkun kjarnorku en forsvarsmenn Betavolt segja alls enga hættu stafa af nýju rafhlöðunni vegna þess hversu ofboðslega lítil geislunin er.

 

BV100 rafhlaðan er jafnvel umhverfisvæn, segir í fréttatilkynningu frá Betavolt.

 

Þegar rafhlaðan er við það að tæmast breytast geislavirku efnin í kopar sem er ógeislavirkur og ógnar umhverfinu ekki.

 

Hjá Betavolt er nú verið að prófa nýju rafhlöðuna þar sem áætlað er að rafhlaðan fari í fjöldaframleiðslu til nota í símum, smádrónum og öðrum litlum raftækjum.

 

Það er enn óvíst hvenær þessi nýjung kemur á markað og mögulegur endingartími hefur heldur ekki verið staðfestur.

HÖFUNDUR: Simon Clemmensen

© Terry Papoulias/Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

Heilsa

Langvinnur hósti er ef til vill arfgengur

Tækni

Þvinguð ófrjósemisaðgerð átti að uppræta heimsk börn

Maðurinn

Hvernig meðhöndla menn kviðslit?

Heilsa

Ef til vill er mjög einföld skýring á svefnleysi þínu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is