Ljóstillífun á sterum getur aukið uppskeru

Ný rannsókn sýnir að genabreyting sem hagræðir sólvörn sojaplöntunnar getur aukið uppskeru um 20%.

BIRT: 07/03/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna reynist nú hafa sérdeilis græna fingur.

 

Flest fólk beitir einföldum aðferðum í matjurtagarðinum, notar kannski áburð og er duglegt að reyta arfann en vísindamennirnir hafa gengið mun lengra og hreinlega breytt genum sojaplöntunnar þannig að hún nýti meira af sólarljósinu til ljóstillífunar.

 

Stephen Long sem veitir hópnum forystu, væntir þess að geta nýtt tæknina sem nú þegar hefur líka reynst virka á tóbaksplöntuna, á enn fleiri plöntur.

 

Nýtir sólarljósið betur

Það sem vísindamennirnir breyttu var viðbragðshæfni plöntunnar og þannig juku þeir nýtingu hennar á sólarljósinu.

 

Þegar plöntur fá of mikið af sólskini virkjast varnarviðbrögð sem valda því að hluti sólarorkunnar endurspeglast í formi hitaorku í stað þess að orkan nýtist til að vinna koltvísýring úr loftinu og framleiða súrefni.

 

Þessi varnarviðbrögð eru plöntum lífsnauðsynleg en á hinn bóginn getur það tekið óþarflega langan tíma að afvirkja viðbrögðin þegar þeirra er ekki lengur þörf og það leiðir til minni afkasta og minni uppskeru á ökrunum.

 

Vísindamönnunum tókst að breyta þeim erfðavísum sem stýra varnarviðbrögðunum þannig að uppskeran jókst um 20%.

 

Mesta afrekið á ferlinum

Stephen Long er prófessor bæði við Illinoisháskóla í Bandaríkjunum og Lancasterháskóla í Englandi og lýsir árangrinum sem mesta afreki á starfsferli sínum.

 

Hann hefur stundað rannsóknir á ljóstillífun síðan á áttunda áratugnum og stýrir hinu svonefnda RIPE-verkefni, „Realizing Increased Photosynthetic Efficiency“ en genabreyting sojaplöntunnar var einmitt á þess vegum.

 

„Fólk hefur haft efasemdir gagnvart því að bæta ljóstillífun en nú höfum við sýnt fram á að það er gerlegt. Það mun gagnast fæðuframleiðslu um allan heim,“ segir hann í viðtali við BBC.

 

Á vegum RIPE-verkefnisins hefur áður tekist að fá tóbaksplöntur til að nýta meira af sólarljósinu með því að breyta genastýringu varnarviðbragða. Sú tilraun var gerð á rannsóknarstofu en sojatilraunin var gerð við fullkomnar veruleikaaðstæður – á akri.

Þannig virkar ljóstillífun

Grænar plöntur nota ljóstillífun til að nýta orku sólarljóssins. Í ferlinu umbreytist koltvísýringur úr lofti í súrefni og kolefnissambönd með sykurefnum.

 

Smelltu á tölurnar:
1
Vatn (H2O) er sogað upp frá rótunum og út í laufblöðin.
2
Ljósorka frá sólinni klýfur vatnssameindirnar og losar rafeindir.
3
Ljóstillífunin fer fram á blaðgrænukornum blaðanna.
4
Koltvísýringur berst inn um rifur í plöntufrumunum.
5
Kolefni (C) sem byggir upp plöntuna myndast þegar lausar rafeindir úr vatnssameindum kljúfa koltvísýringssameindir.
6
Súrefni (O2) er aukaafurð sem plantan losar út í loftið.

BIRT: 07/03/2023

HÖFUNDUR: MIKKEL BJERG

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is