Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Auðkýfingar heimsins búa sig undir hrun siðmenningarinnar. Þeir ætla sér að lifa af dómsdag í sannkölluðum lúxusskýlum, þar sem fullkomnustu tækni verður beitt til að halda geislun, veirum og öðru fólki úti. Við lítum inn í framtíðarheimili hinna allra ríkustu.

BIRT: 22/11/2024

Sólskinið blikar frá glæsivillu í stíl vísindaskáldsagna, þar sem þetta stóra hús stendur eitt á eyðimerkursvæði. Hvassar brúnir og silfurgljáandi yfirborðsfletir veita þessu 300 fermetra húsi yfirbragð geimskips.

 

Innan múranna býr fjölskylda sem hefur greitt fúlgur fjár fyrir þann möguleika að lifa af þegar eldtungur leggja undir sig heiminn.

 

Velkomin í ógæfuframtíðina þar sem allra auðugast fólkið víggirðir sig fyrir öllum öðrum í rammgerðum glæsiskýlum sem eru full af hvers kyns lúxus.

 

Nú þegar er sumt auðugasta fólk heims tekið að byggja sér heimili sem eiga að skýla þeim gegn hvers kyns hamförum og verja fyrir öllu frá geislavirkni til veirusjúkdóma, en þar sem eigendurnir geta jafnframt notið lífsins í heita pottinum eða heimabíóinu.

 

Auðmennirnir byggja skýli

Covidfaraldurinn, loftslagshamfarir og aukin árásarhneigð stórvelda – allt hefur þetta leitt til þess að á síðustu árum eru hvers kyns vísindamenn og sérfræðingar farnir að telja verulega hættu á einhvers konar hnattrænum hamförum.

 

Jafnvel á tímum kalda stríðsins var hættan á slíku ekki jafnmikil og nú.

 

Þessar ógæfulegu framtíðarhorfur hafa komið mörgum til að búa sig undir það versta og það gildir ekki síst um auðugasta fólkið.

 

Einn af stofnendum LinkedIn, Red Hoffman, sagði fyrir fáum árum í viðtalið við tímaritið New Yorker að hann áliti að meira en helmingur allra milljarðamæringa í Silicon Valley, háborg bandarísku tæknifyrirtækjanna, hefur fjárfest í byrgi eða einhvers konar varnarbúnaði ef stórhamfarir skyldu ríða yfir.

Auðjöfrarnir búa sig undir dómsdag

Allt frá traustum byrgjum til gulls, vopna og joðtaflna gegn geislavirkni. Auðjöfrar tæknigeirans hamast við að búa sig undir dómsdag.

Facebook-stofnandi byggir risavaxið byrgi

Facebook-auðjöfurinn Mark Zuckerberg byggir tröllvaxið lúxusbyrgi á Hawaii. Undir húsinu á að sögn að vera 500 fermetra byrgi. Auk þess verður þarna tennisvöllur, sundlaugar og heilsuræktarstöð.

ChatGPT-forstjórinn felur gull og vopn

Sam Altman, forstjóri AI, sem stendur að ChatGPT lét The New Yorker hafa eftir sér að hann eigi lager af m.a. gulli, vopnum, vatni, rafhlöðum og kalíumjoðtöflum, sem geta komið í veg fyrir krabbamein af völdum geislunar.

PayPal-auðjöfurinn ætlaði til Nýja-Sjálands

Peter Thiel, einn stofnenda PayPal gerði áætlun um að byggja sér byrgishús á Nýja-Sjálandi. Þar átti að vera hugleiðslurými, spa og pláss fyrir 24 gesti. En hann fékk ekki byggingarleyfið.

Bandaríski tæknimiðillinn Wired segir Mark Zuckerberg – eiganda m.a. Facebook og Instagram – vera kominn vel áleiðis með að reisa gríðarstórt einbýlishús á Hawaii. Byggingin er sögð kosta 100 milljónir dollara og þar verður m.a. 500 fermetra byrgi fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans.

 

Miðillinn komst yfir grunnteikningar að byggingunni og segir allt verkefnið dulið miklum leyndarhjúp og allir verktakar og iðnaðarmenn hafi þurft að skrifa undir trúnaðaryfirlýsingar.

Þegar dómsdagsklukkan slær á miðnætti er mannkynið dæmt til tortímingar, þ.e. ef marka má vísindamennina að baki klukkunni. En hversu nálægt erum við miðnætti?

Samkvæmt verklýsingunni verða dyr neðanjarðarbyrgisins með stálhurðum, fylltum steinsteypu, sem eiga að verja gegn geislavirkni.

 

Í byrginu verður m.a. bíósalur og upp úr byrginu verður neyðarstigi og lúga til að unnt sé að komast út undir bert loft.

 

Í byggingunni verður heldur ekki skortur á neinu. Svefnherbergin verða a.m.k. 30 og baðherbergi jafnmörg. Auk þess verður þarna tennisvöllur, líkamsræktarstöð, nokkrar sundlaugar heilsurými, segir miðillinn.

 

Lagskipt öryggi

Mark Zuckerberg heldur spilunum þétt að sér, en mun meira er vitað um annað verkefni svipaðrar gerðar, sannkallað glæsihýsi, sem ætlað er að standast allar dómsdagshamfarir.

 

Þetta kallast Cyber House og er hannað af rússnesku arkitektastofunni  Wizhewsky. Útlitið er sótt í Cybertruck-jeppann frá Tesla.

 

Cyber House er 300 fermetrar að stærð og er hugsað fyrir tíu manns.

 

Innsta rýmið er gert úr brynvörðum steinveggjum og veitir mesta öryggið. Næsta rými utan við er líka gert úr brynvarðri steinsteypu með málmdyrum.

 

Sjálfir útveggirnir eru gerðir úr sérstyrktri málmblöndu með brynþolnum gluggum, sem unnt er að loka með málmhlerum.

Byrgi milljarðamæringa halda hamförunum úti

Sólþiljur, loftsíur og lag eftir lag af styrktri steypu og málmblöndum. Dómsdagsbyrgið Cyber House verður bæði sjálfbært og óvinnandi þannig að milljarðamæringarnir þurfi ekki að óttast heimsendi.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Útveggirnir halla inn að neðan og því örðugt að klífa þá. Opnum þaksvalir er hægt að loka alveg og þannig má halda bæði óviðkomandi og menguðu lofti úti.

 

Útveggjunum er ætlað að þola aflið frá kjarnorkusprengju – eftir því sem unnt er – og múrveggirnir eiga að vernda íbúana fyrir gammageislun frá sprengjunni, en slík geislun getur valdið bráðri geislunarsýkingu. Geislvirk alfageislun getur komist inn um loftrásir og í þeim eru því sérstakar síur sem hreinsa loftið.

Sannkallað lúxusskýli

Skýlið Cyber House er ekki bara öruggt neyðarskýli, heldur er það uppfullt af lúxusbúnaði sem á að tryggja íbúunum notalegan dómsdag.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Þurfa að hafa djúpa vasa

Cyber House er ennþá einungis til á teikniborðinu, en þetta skýli er vafalaust freistandi fyrir auðmenn.

 

En það eru fleiri gerðir byrgja á markaðnum. Fyrirtækið Atlas Survival Shelters í Texas byggir t.d. byrgi eftir pöntun og og lofar viðskiptavinum sínum því að þar verði rými fyrir að lágmarki 30 daga birgða af vatni og mat, en í stærri gerð rými fyrir sex mánað birgðir eða jafnvel enn meira.

 

En hvað kostar þá að kaupa sér sitt eigið sérhannaða byrgi? Í viðtali við The Hollywood Reporter segir forstjóri Atlas Survival Shelters að flestir viðskiptavinir  kaupi stálbyrgi fyrir 200-400 þúsund dollara, eða sem svarar 28-56 milljónum króna), en íburðarmeiri byrgin geti kostað margar milljónir dollara.

 

Þola kjarnorkusprengju

Í Þýskalandi býður fyrirtækið Vivos íbúðir neðanjarðar í gamalli sovéskri byrgjasamstæðu. Þessi híbýli eiga að þola m.a. hrap flugvélar, kjarnorkusprengju í nokkurri fjarlægð, jarðaskjálfta og vopnaðar árásir – allt saman í notalegu umhverfi með sundlaug bar og matsölustað. 232 fermetra íbúð í þessari samstæðu kostar um tvær milljónir evra eða um 304 milljónir íslenskar.

 

Þú getur sem sagt sem best farið að spara ef þig langar til að lifa dómsdaginn af með stíl. En það má til allrar lukku komast af með minna, t.d. veitir venjulegur steinsteyptur kjallari talsverða vörn, allavega gegn hefðbundnum sprengjum – og ef þú hefur varaaflstöð og birgir þig vel upp af mat og vatni, þarftu kannski ekki endilega að hafa það svo miklu lakara en milljarðamæringarnir.

HÖFUNDUR: Mikkel Meister

© Modern House Architecture & Design,© Evgeny Shaplov,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is