Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Þurfum við virkilega að bíða í heila klukkustund með að fara í sund eftir máltíð? Fáum við gigt af því að láta smella í fingrunum? Hér ætlum við að velta fyrir okkur sjö lífseigum mýtum um líkamann.

BIRT: 18/03/2024

1. Farðu í föt svo þú kvefist ekki

Þú varst ekki nógu vel klædd(ur) …

 

Ekki skortir athugasemdir þeirra sem eru hyggnir eftir á þegar við fáum háan hita og horinn lekur niður úr nefinu á okkur.

 

Enn sem komið er hafa engar rannsóknir þó leitt í ljós samhengi á milli kulda og aukinnar hættu á kvef- og flensuveiru.

 

Ástæða þess að margir kvefast og liggja hóstandi undir sænginni á köldum vetrarmánuðunum er sú að við verjum meiri tíma í aflokuðu rými innanhúss á þeim árstíma og okkur fyrir vikið hættara við veirusýkingum.

 

2. Bíðið í klukkustund með sundferð eftir máltíð

Mörg okkar muna eftir viðvörunum fullorðna fólksins fyrir sundferðir æskuáranna:

 

„Ekki fara beint í sund eftir matinn.“

 

Röksemdafærslan að baki þessari áminningu er sú að meltingin flytji blóðið til magans. Fyrir vikið verði minna blóð aukreitis fyrir vöðvana sem krampi geti frekar myndast í.

 

Engar rannsóknir hafa þó verið gerðar sem styðja þessa kenningu.

 

3. Tyggjó helst í líkamanum í sjö ár

Lífseigur hræðsluáróður gengur út á það að tyggigúmmí geymist í líkamanum í heil sjö ár ef okkur verður á að gleypa það og á skýringin að vera sú að það límist fast á innanverðan magann.

 

Bábilja þessi á þó ekki við rök að styðjast því tyggjóið fer nákvæmlega sömu leið í líkamanum og önnur fæða sem við innbyrðum sem táknar að líkaminn losar sig við það með hægðunum eftir u.þ.b. sólarhring.

 

4. Mestallur hiti stígur upp gegnum höfuðið

Staðhæfing þessi er oft notuð í því skyni að fá börn til að nota húfu.

 

Enn sem komið er hafa þó engar sannanir fengist fyrir því að við verðum fyrir miklu hitatapi gegnum höfuðið miðað við stærð þess.

 

Við missum líkamshita um allan líkama, þar sem við getum ekki hulið okkur. Höfuðið allt og þá einkum andlitið, eru þá eðlilega í mestri hættu.

 

5. Innan við fimm sekúndur – þá má borða það!

Æ, æ, æ! Þú ætlaðir að fara að stinga sælgætismola upp í þig en misstir hann á jörðina.

 

Iss, piss. Hann er bara búinn að liggja þar í fimm sekúndur …. eða hvað?

 

Vísindamenn við Rutgers háskóla hafa rannsakað yfirborð ýmissa matvæla í því skyni að kanna hversu fljótt bakteríur og óhreinindi setjast á þau.

 

Þeir rannsökuðu m.a. fæðutegundir á borð við vatnsmelónur, smurt brauð og sælgætishlaup sem datt á ferns konar yfirborð.

 

Í ljós kom að bakteríurnar settust á matvælin áður en svo mikið sem ein sekúnda var liðin.

 

6. „Epli á dag kemur heilsunni í lag“

Mikið rétt, epli eru heilnæm og gagnast heilsu okkar vel, einkum sökum mikils trefjamagns og C-vítamíns sem þau fela í sér.

 

Ef hins vegar veirur og bakteríur ráðast til atlögu við okkur eru því miður ekki miklar líkur á að epli geti komið okkur til bjargar.

 

7. Við fáum gigt af að láta smella í fingrunum

Margir þola ekki hljóðið þegar smellt er í fingrum.

 

Þó eru engar sannanir fyrir því að smellir í fingrum geti leitt af sér slit- eða liðagigt.

 

Bandaríski læknirinn Donald Unger ákvað að sannreyna þessa gömlu kreddu á eigin líkama.

 

Hann lét smella í fingrum vinstri handar minnst tvisvar á sólarhring í 50 ár en lét þá hægri alveg afskiptalausa.

 

Þegar hann að fimm áratugum loknum lét rannsaka báðar hendurnar var engan mun á þeim að finna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

3

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

4

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

5

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

6

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.