Maðurinn

8 vísindalegar ástæður þess að þú lyktar

Hlaupbitar koma þér til að prumpa, mjólk veldur andremmu og dökkt súkkulaði veldur sætkenndri lykt. Hér færðu margvíslegar skýringar á ýmis konar þef sem þú gefur frá þér.

BIRT: 15/06/2023

Þótt við deyfum líkamslykt okkar með svitalyktareyði og tannkremi, er engin leið að fela það. Allt fólk gefur frá sér lykt.

 

En af hverju leysum við vind, fáum andremmu eða stöfum frá okkur táfýlu?

 

1. Hlaupbitar eru vindaukandi

Sumir reka oftar við en aðrir og lyktin ræðst af því hvað þú borðar. Gasið verður til sem aukaafurð af meltingunni í þörmunum þegar gerlar og bakteríur brjóta fæðuna niður.

 

Ef þú borðar of mikil sætindi veldur það offramleiðslu gerla í þörmum og gasmyndun verður meiri.

 

2. Mjólk og ostar valda andremmu

Andfýla stafar oftast af lélegri tannhirðu.

 

Ef illa er hirt um munninn safnast rotnunarbakteríur meðfram tannholdinu, milli tanna og í holum í tönnunum.

 

Bakeríurnar brjóta niður lífræn efni í mat og við það myndast illa lyktandi brennisteinsvetnissambönd.

 

Efst á listanum yfir matvörur sem valda verstri andfýlu trónir hvítlaukur – og kemur kannski ekki á óvart.

 

Hvítlaukur skilur eftir sig mikinn brennistein á tungunni – og reyndar um allan líkamann, þannig að lyktin þrengir sér líka út um svitaholurnar.

 

Mjólkurvörur eru önnur ástæða andfýlu.

 

Bakteríur sem einmitt eru okkur nauðsynlegar í munnholinu brjóta niður amínósýrur í mjólk og osti og skilja eftir sig efni sem valda fráhrindandi lykt.

 

3. Dökkt súkkulaði gefur sæta lykt

Skortur á steinefnum getur valdið slæmri líkamslykt og fæðubót með zínki og magnesíum getur bætt úr henni.

 

Við slíkar aðstæður getur verið heppilegt að borða dökkt súkkulaði sem í er mikið af magnesíum en það gildir líka um hveitiklíð, möndlur, kasjúhnetur og sesamkjarna.

 

4. Franskar kartöflur valda þráalykt

Allir sem hafa farið út að hlaupa, daginn eftir máltíð með miklum hvítlauk eða karrý, vita að þessi bragðefni setja mark sitt á líkamslyktina.

 

Ef þér finnst þránunarkeimur af lyktinni, getur það verið vegna þess að þú borðaðir franskar kartöflur með matnum.

 

Olían í steiktum og bökuðum matvörum veiklar meltinguna og það bitnar á líkamslyktinni sem getur orðið þrá.

 

5. Grænmeti veldur fúleggjalykt

Vond prumpulykt stafar af feitum sýrum og brennisteinssameindum sem verða til þegar prótín eru brotin niður.

 

Daglega fara 7-10 lítrar af gasi um þarmana en aðeins um hálfur lítri skilar sér út um afturendann.

 

En magn prumpsins og lykt ræðst af því hvað maður borðar.

 

Til dæmis prumpa grænmetisætur meira en aðrir og skapa verri lykt vegna þess að þau borða iðulega mikið kál og svipað grænmeti sem myndar hið illþefjandi efni brennisteinsvetni þegar það er brotið niður.

 

Og þegar brennisteinsvetni sleppur út um afturendann þefjar það eins og fúlegg.

 

6. Bakteríur valda svitalykt

Svitinn er líkamanum mikilvægur enda hjálpar hann til við að halda réttu hitastigi og losa líkamann við úrgangsefni. Og svitalyktin er ekki af svitanum sjálfum.

 

Lyktin myndast vegna þess að kringum svitakirtlana eru bakteríur.

 

Bakteríurnar brjóta niður svitann og lyktin stafar af aukaafurðum úr því ferli.

 

Þetta skýrir líka hvers vegna sviti sem myndast við íþróttaiðkun eða áreynslu lyktar ekki jafn illa og sviti sem safnast upp vegna lélegs þrifnaðar.

 

7. Smjörsýra veldur táfýlu

Táfýlan minnir á lykt af sterkum osti og gýs upp þegar heitar og sveittar tær losna úr skónum.

 

Lyktin stafar af óheppilegu samspili milli svita og baktería.

 

Svitinn sjálfur gefur ekki frá sér lykt en á fótunum eru bakteríur sem brjóta niður fótsvitann og það losar smjörsýru sem gefur þessa óþægilegu lykt sem minnir marga á gamlan, skemmdan ost.

 

Sé maður með fótsvepp á milli tánna bætir það síður en svo úr skák.

 

8. Ropi er illa lyktandi loft úr maganum

Segja má að ropi sé eins konar prump sem kemst út um öfugan enda.

 

Prumploftið stafar þó af virkni baktería í þörmum en ropi stafar af því að loft kemst niður í maga með mat og drykk, svo sem þegar maður drekkur gosdrykk.

 

Þess vegna lyktar ropi líka allt öðruvísi en prump.

 

Það hefur svo að auki komið í ljós að 20% fólks sem ropar meira en eðilegt er, hefur hægðatregðu sem veldur því að innihald magans berst hægar áfram til þarmanna.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDERS BRUUN

Shutterstock

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Náttúran

Hvernig veit fræ að það eigi að spíra? 

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Getur dáleiðslan komið í stað fyrir lyf? 

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Sumt fólk sem ég þekki fullyrðir að hafa séð drauga. Ég hef aldrei upplifað neitt yfirnáttúrulegt. Er einhver skýring á þessu?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.