Af hverju hressumst við af koffeini?

Spurningar og svör

Maðurinn – Heilinn

Lestími: 1 mínúta

 

Bolli af sterku kaffi skerpir viðbragðsgetuna, hrekur svefninn á brott og lætur okkur hugsa skýrar.

 

Þessi áhrif stafa af koffeininu sem fyrirfinnst í kaffi, tei, kóla-drykkjum og dökku súkkulaði.

 

Koffeinið hefur þau áhrif að orkuskipti heilans aukast og magn tveggja mikilvægra boðefna eykst, þ.e. dópamíns og serótóníns í miðtaugakerfinu. Dópamín er okkur nauðsynlegt til að við getum hreyft okkur og samhæft hreyfingarnar sem best.

 

Þetta sama boðefni skiptir jafnframt sköpum fyrir tilfinningar okkar og skapferli.

 

Þá hefur serótónín að sama skapi jákvæð áhrif á skap okkar. Margt íþróttafólk fær sér koffein fyrir íþróttakeppni.

 

Vísindamenn eru ekki á einu máli um það hvort koffein í raun auki úthaldið en sumir eru þeirrar skoðunar að koffein örvi losun verkjastillandi efna sjálfs líkamans, endorfína, auk hormóna sem breyta sársaukaskynjuninni.

 

(Visited 635 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR