Er hægt að vera talnablindur?

Sumir eiga í erfiðleikum með tölur og ruglast t.d. á 6 og 9. Er hægt að vera blindur á tölur og á það þá eitthvað skylt við lesblindu?

Talnablinda er vissulega til. Hún er þó afar misjöfn. Sumir eru aðeins lítils háttar talnablindir en aðrir geta átt í erfiðleikum með að ákvarða hvort 57 sé hærri tala en 54 eða telja saman smápeningana sem þeir fá til baka í verslun.

 

Talið er að um 6% fólks eigi í einhverjum erfiðleikum með tölur og talnablinda leggst alveg jafnt á bæði kynin.

 

Lesblinda og talnablinda eru aðskilin fyrirbrigði en viss tengsl eru þó þar á milli. Álitið er að sjöundi hver sem er lesblindur sé einnig blindur á tölur.

 

Kennarar hafa lært það af reynslunni að talnablindir eigi auðveldast með að skilja stærðfræði sem sett er fram á beinskeyttan hátt.

 

Sá sem er talnablindur á þannig auðveldara með að skilja neikvæðar tölur ef þær eru settar fram sem frostgráður á hitamæli.

 

Talnablinda er tiltölulega nýtt svið fyrir vísindamenn.

 

Heilaskannanir á talnablindu fólki eru þó að byrja að skila niðurstöðum og vísindamennirnir reikna með að geta innan tíðar farið að þrengja hringinn um þær heilastöðvar sem við notum við að telja og reikna.

(Visited 112 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR