Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Eineggja tvíburar verða til þegar hið frjóvgaða egg er búið að skipta sér einu sinni og frumurnar tvær skilja sig hvor frá annarri og þróast síðan hvor um sig áfram í fóstur og barn. Í upphafi eru eineggja tvíburar þess vegna erfðafræðilega alveg eins, enda myndaðir úr sömu eggfrumunni. Það er þannig ógerlegt að gera greinarmun á þeim með DNA-rannsókn.

Það hefur hins vegar komið í ljós að á fósturstigi getur myndast örlítill munur á erfðaefninu, sem m.a. getur leitt til þess að annar tvíburinn fái arfgengan sjúkdóm en hinn ekki. Nú þekkja vísindamenn tvenns konar mun sem þannig getur myndast. Annað afbrigðið uppgötvaðist fyrr á þessu ári og orsakast af því að örlítill bútur erfðaefnis tvöfaldar sig í öðru fóstrinu. Verði tvöföldunin snemma á fósturstiginu, leiðir það til þess að flestar frumurnar bera í sér þennan aukabút af erfðaefninu. Þessi aukabútur er þó ekki sjáanlegur í DNA-greiningu.

Hitt afbrigðið hefur verið þekkt í mörg ár og er líka ósýnilegt í DNA-greiningu. Hér gerist það að erfðaefnið verður fyrir efnaáhrifum, svo sem aukningu cytósíns sem er einn þeirra fjögurra basa sem mynda hleðslusteina DNA-sameindarinnar. Þessi breyting hefur í mörgum tilvikum reynst leiða til þess að arfgengir sjúkdómar birtist í öðrum tvíburanum en ekki hinum.

Subtitle:
Eineggja tvíburar hafa mismunandi fingraför, en er erfðaefni þeirra nákvæmlega eins?
Old ID:
653
488
(Visited 26 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.