Félagsleg staða þín skapar öðrum öryggistilfinningu

Við mannfólkið viljum gjarnan tryggja jafnari skiptingu gæða í samfélaginu. En samt ekki svo mikinn jöfnuð að það steypi þeim ríkustu af stóli.

Maðurinn 

Lestími: 1 mínúta

ATH. Gul, feitletruð orð eru hlekkir á heimildir.

Við viljum gjarna skipta jafnar, en bitni það á ríkjandi goggunarröð veldur það okkur öryggisleysi.

 

Hvort heldur um er að ræða vel stæða kaupsýslumenn á Vesturlöndum eða fjárhirða í Tíbet, virðist þurfa mikið til að við, mannfólkið, séum reiðubúin að breyta hinni félagslegu goggunarröð.

 

Þetta sýnir kínversk/bandarísk rannsókn á sviði leikjafræði, þar sem athugað var hvernig fólk á ýmsum aldri og í ólíkum menningarheimum bregst við, þegar því er falið að útdeila peningum til ókunnugra.

 

Hinir fátæku mega ekki verða ríkir

 

Án tillits til menningarsvæðis var sú tilhneiging ríkjandi að þótt þátttakendur vildu gjarna skipta peningaupphæð nokkuð handahófskennt milli tveggja ókunnugra, urðu þeir tregari í taumi ef þeir voru beðnir að færa svo mikla peninga frá þeim ríkasta til þess fátækasta að hinn fátæki yrði skyndilega ríkastur.

 

Þetta gilti ekki aðeins um fullorðna. Vísindamennirnir komust að því að allt niður í sex ára aldur neituðu börn að breyta röðun hinna ríkustu og fátækustu.

 

Stöðugleikinn er mikilvægur

 

Vísindamennirnir að baki þessari tilraun álíta að ástæðan fyrir tregðunni til að breyta röðinni sé sú að óstöðug goggunarröð valdi öryggisleysi í samfélaginu.

 

Þessi niðurstaða er á svipaða lund og niðurstöður eldri rannsókna, sem sýna að tegundin homo sapiens fellir sig ekki við óstöðuga goggunarröð.

 

Þegar okkur finnst stöðu okkar ógnað fara af stað streitukennd viðbrögð í heilanum. Í slíkum aðstæðum virkjast heilastöðvar sem skerpa athygli og sársaukaviðbrögð.

 

Höldum fast í misréttið

 

Það, að mannskepnan eigi að eðlisfari erfitt með að hreyfa mikið við félagslegri goggunarröð, getur átt sinn þátt í að skýra hvers vegna það gengur svona illa að jafna kjör í samfélaginu – þrátt fyrir góðan vilja.

(Visited 518 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.