Visit Sponsor

Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði

Frumupokar gegn Alzheimer

Læknisfræði

Ný meðferð gegn Alzheimer hefur nú verið reynd á þremur sjúklingum á Karólínska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi og þykir lofa góðu.

Aðferðinni má helst líkja við tepoka sem settur er í heitt vatn og bragðefnin berast þá út í vatnið, án þess að telaufin sjálf fylgi með. Í stað tepokans koma hér genagræddar frumur, umluktar himnu, sem framleiða lyf og græddar eru í heila sjúklingsins. Frumurnar sjálfar komast ekki gegnum himnuna en það gerir lyfið sem þær framleiða.

Jafnframt taka frumurnar til sín næringarefni úr blóðrás sjúklingsins og geta þannig lifað allt að einu ári og haldið áfram lyfjagjöf til sjúkra frumna í heilanum. Eitt erfiðasta vandamálið í baráttunni við Alzheimer er fólgið í hinum svonefnda „æðamúr“ í heilanum sem torveldar mjög að koma lyfjum úr blóðæðum út í heilann sjálfan. Áður hafa menn reynt dælur með lyfjaskammti en þær þarf að fylla á með reglulegu millibili. Þetta vandamál er nú leyst, vegna þess að lifandi frumur endurnýja sig sjálfar.

Subtitle:
Genagræddar frumur eiga að gefa frá sér lyf líkt og bragðefni úr tepoka.
Old ID:
627
464
(Visited 3 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019