Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði

Fyrsti hnykkjarinn var kennari, býbóndi og heilari

Þegar Daniel David Palmer opnaði kírópraktorskóla í Davenport í Iowa í Bandaríkjunum 1897 lagði hann grunninn að alveg nýrri grein meðhöndlunar og forvarna í lækningum.

Palmer var kennari og býflugnabóndi og fékkst að auki við heilun. Árið 1895 kom til hans maður, Harway Lillard að nafni, sem verið hafði heyrnarlaus í 17 ár og var að auki með lítinn hnúð á baki. Palmer taldi misgengi hryggjarliða vera orsök flestra sjúkdóma vegna þess að þetta olli truflunum í taugakerfinu. Hann meðhöndlaði því sjúklinginn með því að hnykkja á hryggjarsúlu og liðum. Eins og fyrir hreint kraftaverk fékk Lillard heyrnina aftur og Palmer varð samstundis ljóst að hér hafði hann gert merkilega uppgötvun. Hann stofnaði svo „School of Chiropractic“ og menntaði alls 15 hnykkjara á árunum 1897-1902. Læknar tóku fyrirbrigðinu almennt með miklum efasemdum en sjálfur leit Palmer á sig sem trúarbragðahöfund á borð við Krist og Múhameð.

Palmer dó úr taugaveiki árið 1913 en hugmyndir hans lifðu áfram. Hnykklækningar töldust lengi dulræn og trúarleg meðhöndlun en öðluðust smám saman viðurkenningu og eru nú grundvallaðar á þekkingu og rannsóknum.

Subtitle:
Old ID:
1100
918
(Visited 5 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019