Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði

Heyrnarpróf til varnar vöggudauða

Læknisfræði

Vöggudauði er algengasta dánarorsök kornabarna. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um orsakir þessa fyrirbrigðis, en ástæðan er þó enn óþekkt. Nú stinga vísindamenn við Barnaspítalann í Seattle, upp á þeim möguleika að ákveðin heyrnarsköddun valdi vöggudauða. Reynist þetta rétt má finna þau börn sem eru í áhættuhópnum með heyrnarprófi sem nú þegar er gert á ungabörnum.

Vísindamennirnir báru saman heyrnarpróf 32 barna sem síðan höfðu dáið vöggudauða og heyrnarpróf barna sem náð höfðu eins árs aldri. Í ljós kom að börn sem dóu vöggudauða höfðu marktækt lélegri heyrn á hægra eyra. Við vöggudauða hættir andardráttur skyndilega meðan barnið sefur. Og ein þeirra heilastöðva sem á þátt í stjórnun andardráttarins, liggur einmitt upp að innra eyranu.

Vísindamennirnir telja að hár blóðþrýstingur í legkökunni við fæðingu geti einnig valdið háum blóðþrýstingi í barninu. Samkvæmt kenningunni verður blóðþrýstingurinn afar hár í innra eyranu, sem er umlukið beinum. Afleiðingin verður sú að æðar springa, m.a. inni í heilastöðinni „medulla oblongata“. Þar með glatar heilinn að hluta getu sinni til að hafa stjórn á andardrætti, þegar súrefnis- og koltvísýringsinnihald blóðsins fer úr jafnvægi.

Subtitle:
Old ID:
563
406
(Visited 11 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019