Hvað er vöðvabólga

Hverfur vöðvabólga og aðrir vöðvaverkir af sjálfu sér, ef ekkert er að gert?

Vöðvabólga og vöðvaverkir geta stafað af margvíslegum orsökum og þar af leiðandi getur verið þörf mismunandi meðferðarúrræða.

 

Algengustu vöðvaverkir eru svokallaðir strengir, eymsli sem t.d. skapast af óvenju hörðum líkamsæfingum eða rangri beitingu vöðva, en hverfa yfirleitt á einum til tveimur dögum.

 

Sársaukinn stafar af því að sumar vöðvatrefjar hafa rifnað, en við það myndast bólga og efnajafnvægi í vöðvanum skekkist meðan hann er að endurbyggja sig.

 

Yfirleitt hverfa slíkir verkir af sjálfu sér, en ef ekki er dregið úr æfingaálaginu eða t.d. breytt um líkamsstellingar við vinnu, koma þeir aftur.

 

Við slíkar aðstæður getur þurft að lina þjáninguna t.d. með nuddi, hitameðferð eða meðferð hjá sjúkraþjálfara.

 

Sársauki í vöðvum getur líka stafað af sjúkdómum og þá t.d. átt upptök sín í þrýstingi á taugar, t.d. þegar um brjósklos er að ræða.

 
 
(Visited 77 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.