Skrifað af Heilinn Maðurinn Sálfræði og hegðun Vinsælar

Hvað veldur saðningartilfinningunni?

Langt inni í heilanum, í þeim kjarna sem kallast dreki, eru heilastöðvar sem skynja bæði svengd og saðningu. Aukin virkni þessara stöðva kemur okkur til að finna til sultar eða þá að við séum orðin södd.

Langt inni í heilanum, í þeim kjarna sem kallast dreki, eru heilastöðvar sem skynja bæði svengd og saðningu. Aukin virkni þessara stöðva kemur okkur til að finna til sultar eða þá að við séum orðin södd.

Strax þegar fæðan berst niður í magann dregur úr framleiðslu sultarhormónsins grelíns. Það eitt skapar vissa tilfinningu um saðningu. Þegar næringarefni úr fæðunni berast með blóðinu í gegnum lifrina, skráir hún glúkósamagn í blóðinu. Skilaboð um þetta berast sjálfkrafa eftir taugaþráðum til heilans og hefur stór áhrif á mettunartilfinninguna. Þéttni amínósýra og fituefna eiga líka sinn þátt í mettunartilfinnginunni með því að hafa áhrif á drekann.

Hormónið leptín er að finna í fitufrumum og losnar úr læðing þegar fitumagn í frumunum eykst. Aukin þéttni leptíns í blóði kallar einnig fram mettunartilfinningu og á þátt í að hafa stjórn á orkunýtingunni. Fólk sem er með ákveðna stökkbreytingu í því geni sem kóðar fyrir leptíni á erfitt með að stýra matarneyslu sinni. Það finnur ekki mettunartilfinningu og fitnar því óhóflega.

Músin til hægri framleiðir ekki leptín. Hún fær því ekki saðningartilfinningu og fitnar af þeim sökum.

(Visited 318 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.