Hvernig smitast kvef?

Engu er líkara en að auðvelt sé að næla sér í kvef og erfitt að losna við það aftur. Hvernig smitast kvef eiginlega manna á meðal?

Sjúkdómar – Kvef

Lestími: 2 mínútur

 

Kvef getur átt rætur að rekja til 200 ólíkra veirutegunda, sem allar hafa í för með sér sömu einkennin. Kvef smitast á þann veg að veira berst með slími eða hnerra úr efri öndunarvegi þess smitaða yfir í slímhimnu annars einstaklings í nefi hans, munni eða augum.

 

Kvef smitast á þrjá vegu:

– Í lofti, þegar veiruagnir í hnerra dreifast í örsmáum dropum sem annar einstaklingur andar að sér eða honum berast með öðru móti í allt að tveggja metra fjarlægð.

 

– Með beinni snertingu, t.d. þegar sýktur einstaklingur, sem er með veiruagnir á höndunum eftir að hafa snýtt sér, heilsar heilbrigðum einstaklingi með handabandi, sem síðar nuddar á sér augun. 

 

– Með óbeinni snertingu þegar viðkomandi snertir t.d. veiruagnir á hurðarhúni. Veirur eru á hinn bóginn einkar viðkvæmar og af þeim stafar aðeins smithætta utan líkamans í u.þ.b. tvo tíma. 

Kvef er eins og að drekka vatn í samanburði

Tiltölulega meinlaust kvef er leikur einn miðað við sjúkdóma sem geisuðu áður fyrr, á borð við svartadauða, spænsku veikina og holdsveiki.

 

 

Birt 10.10.2021

 

 

Lestu einnig:

(Visited 563 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR