Hvernig urðu blóðflokkarnir til?

Fjölþjóðlegt teymi vísindamanna hefur rýnt í erfðavísana að baki ABO-blóðflokkunum og komist að raun um hvaðan þeir stafa.

Maðurinn

Lestími: 1 mínúta

 

ABO-blóðflokkakerfið hefur verið við lýði í minnst 20 milljón ár, en það varð til í fjarlægum, sameiginlegum forföður manna og apa.

 

Alþjóðlegt teymi vísindamanna, frá m.a. háskólanum í Chicago, hefur greint erfðavísana að baki blóðflokkum manna, górilla, simpansa og annarra prímata.

 

Niðurstöður þeirra leiddu í ljós að apar hafa yfir að ráða sama blóðflokkakerfi og við mennirnir og þær sýndu jafnframt að blóðflokkarnir, eins og við þekkjum þá í dag, höfðu þegar myndast í síðasta sameiginlega forföður allra ofangreindra, þ.e. í apa sem er löngu útdauður.

 

Dreifing blóðflokkanna er mjög breytileg frá einu landsvæði til annars. Um 41 prósent jarðarbúa er í blóðflokki O á meðan AB er sjaldgæfastur.

 

Blóðflokkurinn AB er hvergi eins algengur og í Suður-Kóreu en þar eru samt sem áður einungis níu prósent í þeim blóðflokki.

 

ABO-blóðflokkakerfið greinir á milli fjögurra blóðflokka: A, B, AB og O. Blóðflokkur O er þeirra algengastur. Um 41% allra jarðarbúa eru í blóðflokki O. Alls 29% eru í flokki A og um það bil 23% í blóðflokki B. Einungis 6% jarðarbúa eru í blóðflokknum AB.

 

(Visited 159 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR