Hversu lengi getum við lifað án matar?

Ef við innbyrðum alls engar hitaeiningar, heldur drekkum bara vatn, hversu lengi getum við þá lifað? Hver á metið?

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Viðmiðunarregla lækna um það hversu lengi vel nærður fullorðinn einstaklingur geti lifað án nokkurrar fæðu eru 40 dagar.

 

Þessi tala byggir á rannsóknum á þátttakendum í hungurverkfalli, sem birt var í breska læknablaðinu British Medical Journal árið 1997. Meðan á hungurverkfallinu stóð komu upp alvarlegir og lífshættulegir fylgikvillar þegar liðnir voru á bilinu 21 til 40 dagar.

 

Í raun réttri ræðst líftíminn af upprunalegri fituprósentu einstaklinganna, því hærri, þeim mun betra. Þá ber einnig að geta þess að maðurinn ver aukalegri orku í að halda hitanum uppi eða niðri í bæði kulda og hita.

 

Svíi sem festist í snjó lifði í tvo mánuði

Í rannsókn sem birtist í tímaritinu Nutrition Bulletin árið 2001 kom í ljós að konur þola sult betur en karlar.

 

Vísindamenn að baki rannsókninni drógu þá ályktun að konur gæfust upp þegar líkamsþyngdarstuðullinn væri kominn niður í gildið 11 en að karlarnir gæfu upp bátinn þegar stuðullinn væri kominn niður í 13.

 

Ef líkamsþyngdarstuðullinn nemur 13 vegur 180 cm hár karlmaður aðeins 42 kg á meðan 170 cm há kona vegur aðeins 32 kg þegar líkamsþyngdarstuðullinn fer niður 11.

 

Sultur veldur niðurbroti í vöðvum og lifur

  • Lifur

Glýkógen í lifur og vöðvum umbreytist í glókósa. 

 

  • Fituforði

Fituforðabúr líkamans umbreytast í úrgangsefni sem nefnast ketón.

 

  • Vöðvar

Prótein úr vöðvavef umbreytist í glúkósa.

 

 

Nokkrar lygilegar sögur um innilokun, hvort heldur af fúsum og frjálsum vilja eður ei, teygja mörkin upp í næstum tvo mánuði. Hér nægir að nefna frásögnina af Svíanum Peter Skyllberg, sem, að eigin sögn, lokaðist inni í bíl sínum í skafli nærri borginni Umeå frá 19. desember 2011 til 17. febrúar 2012, í alls 60 sólarhringa.

 

Ekki er víst hvort hann hafði aðgang að einhverju takmörkuðu magni hitaeininga í t.d. súkkulaði, en vitað er að hann fékk ekkert að drekka annað en bræddan snjó.

 

Birt: 15.11.2021

 

 

 

NIELS HALFDAN HANSEN

 

 

Lestu einnig:

(Visited 1.119 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR