Kjaftasaga afsönnuð: Áfengi breytir ekki skapgerð þinni

Ekki er lengur hægt að afsaka ókurteislega framkomu og vandræðalegan dans með miklu áfengismagni í blóðinu. Þetta kom í ljós í nýlegri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum sem gerði að engu hugmyndir um að við breytumst þegar við drekkum.

Þátttakendur rannsóknarinnar töldu sjálfir að skapgerð þeirra breyttist til muna þegar þeir hefðu innbyrt mikið áfengi.

 

Maðurinn

Lestími: 1 mínúta

 

„Afsakaðu en ég var undir áhrifum áfengis,“ er setning sem verður erfitt að nota í framtíðinni þegar vinir og kunningjar bera upp á þig hispurslaus ummæli þín og óviðeigandi símaskilaboð eftir kvöld sem einkenndist af ölæði.

 

Ef marka má nýlega rannsókn sem gerð var við Háskólann í Missouri breytir áfengi skapgerðinni nefnilega ekki eins mikið og við sjálf höldum.

 

Fylgst með drykkju

 

Alls 156 tóku þátt í rannsókninni og voru þeir fyrst beðnir um að lýsa manngerð sinni, bæði með og án áfengis.

 

Síðan var hópnum skipt í tvennt og þeir beðnir um að drekka svo og svo marga drykki. Sumir þátttakendanna fengu sódavatn á meðan aðrir fengu áfengisblöndur sem ollu því að áfengismagnið mældist 0,9 prómill.

 

Að 15 mínútum liðnum tóku þátttakendurnir þátt í ýmsum félagslegum athöfnum sem eftirlitsaðilar utan herbergisins fylgdust grannt með.

 

Urðu opnari

 

Áhuga vakti að þeir sem voru undir áhrifum áfengis höfðu þá skoðun að þeir yrðu síður samviskusamir, síður geðfelldir og ekki eins opnir fyrir nýrri lífsreynslu.

 

Eftirlitsaðilarnir tóku hins vegar ekki eftir neinum breytingum. Það eina sem þeir veittu athygli var að ölvuðu þátttakendurnir urðu opnari.

 

„Það vakti furðu okkar að sjá andstæðurnar á milli þess álits sem þátttakendurnir höfðu á sjálfum sér annars vegar og þess sem eftirlitsaðilarnir veittu athygli hins vegar,“ sagði Rachel Winograd, ein úr vísindamannateyminu Association for Psychological Science..

 

Hún og starfsfélagar hennar binda vonir við að geta endurtekið rannsóknina í umhverfi þar sem eðlilegra þykir að neyta áfengis.

 

12.05.2021

 

Texti – Nanna Vium

(Visited 1.813 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR