Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði

Kynfærasníkjudýr ættað úr þörmunum

Læknisfræði

Nú hafa vísindamenn við Læknaháskóla New York kortlagt erfðamengi snýkjudýrsins Trichomonas vaginalis, sem veldur kynsjúkdómnum trichomoniasis. Þar með vakna vonir um að hægt verði að finna haldgott lyf við þessum sjúkdómi, sem – þótt hann sé ekki algengur á okkar slóðum – er sá kynsjúkdómur í heiminum sem oftast smitast. Erfðamengi sníkjudýrsins reyndist stærra en búist hafði verið við. Genin reyndust alls um 26.000 sem bera má saman við um 25.000 gen í erfðamengi mannsins. Ástæðan kynni að vera sú að þessi lífvera hefur þróast frá því að lifa í þörmum til núverandi heimkynna í þvagrás og skeið. Á þessari leið hefur sníkjudýrið stækkað og erfðamengið þanist mjög út.

Subtitle:
Old ID:
518
363
(Visited 5 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.