Manneskjan – greind

Samkvæmt vísindunum er það gott ef alls konar minnisseðlar og blöð hafa yfirtekið skrifborð þitt. Óreiðan getur nefnilega styrkt sköpunargáfu þína.

Þess vegna er óreiða góð fyrir sköpunargáfu þína

Samkvæmt vísindunum er það gott ef alls konar minnisseðlar og blöð hafa yfirtekið skrifborð þitt. Óreiðan getur nefnilega styrkt sköpunargáfu þína.

„Ef draslaralegt skrifborð er til marks um ruglingslegan huga, hvað er þá autt skrifborð til marks um?“

Tilvitnun þessi er komin frá frægum manni með eftirnafnið Einstein sem að sögn hafði sjálfur ákveðna hæfileika til að safna rusli á skrifborð sitt með alls konar pappírum og minnismiðum sem áttu að hjálpa honum að sjóða saman uppskriftina að alheiminum.

Og margt bendir til að Albert Einstein hafi haft á réttu að standa í þessari snjöllu athugasemd.

Rannsókn ein sýnir nefnilega að draslaralegt umhverfi getur veitt hugkvæmni þinni aukinn kraft og örvað skapandi hugsun.

Framkvæmdi röð tilrauna

Að baki rannsókninni standa meðal annarra Kathleen Vohs frá University of Minnesota, Carlson School of Management.

Ásamt teymi sérfræðinga framkvæmdi hún röð ólíkra tilrauna á hópi þátttakenda – meðal annars tilraun þar sem þátttakendum var skipt upp í tvo hópa og þeir beðnir um að finna nýjan máta til að nýta borðtennisbolta.

Annar hópurinn var lokaður inni í draslaralegu herbergi. Hinn hópurinn var lokaður inni í snyrtilegu herbergi.

Útheimtir skapandi lausnir

Business executive working in the office and piles of paperwork, he is connecting with a laptop and typing

Hóparnir tveir komu fram með sama fjölda hugmynda en hugmyndirnar frá hópnum í draslaralega herberginu voru langtum meira skapandi að mati óvilhallrar dómnefndar.

Samkvæmt Kathleen Voh örvar óreiðan sköpunargleðina

„Skapandi manneskjum finnst þær vera lausar við takmarkanir í draslaralegu umhverfi. Það hjálpar þeim til að hugsa út fyrir kassann og skapa ný sjónarhorn, meðan snyrtilegt umhverfi getur af sér öruggar lausnir,“ segir hún.

(Visited 1.352 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR