Ný augnlinsa getur gefið blindum sjón

Áströlskum vísindamönnum hefur tekist að endurvekja sjón í tveimur alblindum augum og einu illa sjáandi með notkun augnlinsa með stofnfrumum. Þessi tímamótatækni er bæði ódýr og sársaukalaus og vekur nýjar vonir varðandi lækningu á hornhimnunni, sem er ysta lag augans.

Vísindamennirnir skófu stofnfrumur úr heilbrigða auganu og ræktuðu frumurnar í 10 daga í augnlinsu. Eftir þetta þurfti sjúklingurinn að vera með linsuna í 2-3 vikur og á þessum tíma endurnýjuðu stofnfrumurnar hina sködduðu hornhimnu. Stofnfrumur hafa þann nánast töfrakennda eiginleika að þær má nota sem viðgerðarfrumur og koma þá í staðinn fyrir skaddaðar eða glataðar frumur.

Tveir sjúklingar sem voru orðnir blindir á öðru auga eftir aðgerð gegn augnkrabba og einn sjúklingur sem hafði misst mikla sjón á öðru auga, fengu sjónina aftur eftir þessa meðferð. Með augunum sem verið höfðu alveg blind mátti nú greina efstu röðina á stafatöflu augnlæknis en það auga sem misst hafði sjón að hluta fékk óskerta sjón á ný. Vísindamennirnir sem að þessu standa segja að aðferðin geti komið í stað hornhimnuígræðslu.

Subtitle:
Old ID:
858
674
(Visited 52 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.