Skrifað af Efnafræði Líffræði Líkaminn Maðurinn Náttúran

Nýtist einhver matur 100%?

Er til einhver matur sem líkaminn getur nýtt alveg þannig að maður þurfi ekki á klósettið?

Það er reyndar til matur sem meltingarfærin geta nýtt sér að fullu. Þetta gildir t.d. um mat geimfara. En jafnvel þótt maður leggi sér ekki annað til munns, verður eftir sem áður nauðsynlegt að fara á salernið. Þurrefni í saur er nefnilega ekki matarafgangur nema að einum þriðja. Afgangurinn er samsettur úr dauðum bakteríum úr ristlinum, dauðum frumum úr meltingarvegi og ólífrænum söltum. Allt þetta þarf líkaminn að losa sig við.

Jafnvel sjúklingar sem aðeins fá næringu í æð þurfa annað slagið að hafa hægðir – þótt líkaminn nýti næringuna vissulega 100%.

Subtitle:
Old ID:
391
236
(Visited 16 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.