Plástur í nálar stað

Læknisfræði

Eftir fáein ár þurfum við ekki lengur að þola nálarstungur við bólusetningu, heldur fáum bara plástur á handlegginn. Um leið og plásturinn hefur verið settur á húðina leitar bóluefnið úr honum inn undir efsta lag húðarinnar þar sem sérstakar frumur skynja það og senda aðvörun til ónæmiskerfisins sem þá tekur til við að mynda mótefni.

Plásturinn hefur þann stóra kost að ekki þarf að geyma hann í kæliskáp og ekki þarf sérmenntað fólk til að meðhöndla hann. Þannig verður til muna fljótlegra að bólusetja mikinn fjölda fólks, t.d. ef sjúkdómsfaraldur er á ferð.

Subtitle:
Old ID:
436
278
(Visited 20 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.