Þyngdarleysi styrkir hjartað

Læknisfræði

Rannsóknir á heilbrigði geimfara kynnu að koma hjartasjúklingum til góða í framtíðinni.

Peter Norsk, lektor í geimlæknisfræði, mældi ásamt starfsfélögum sínum við Kaupmannahafnarháskóla m.a. púls og blóðþrýsting geimfara sem fóru út í geiminn með geimferju árið 2003. Samsvarandi mælingar voru gerðar á öðru fólki sem sent var í svonefnt “parabólflug” en slíku flugi er hagað þannig að farþegar eru þyngdarlausir í allt að 20 sekúndur.

Rannsóknin leiddi í ljós að þyngdarleysið hefur heilsusamleg áhrif á æðakerfið vegna þess að hjartað á auðveldara með að dæla blóðinu og æðarnar víkka. Samsvarandi áhrifum má ná með því að setja hjartasjúklinga í kar með volgu vatni.

Subtitle:
Old ID:
349
210
(Visited 12 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.