Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði

Rafstraumur bætnir minnið

Læknisfræði

Örlítill rafstraumur til heilans meðan við sofum veitir fólki með lélegt minni mikla hjálp. Þýskir vísindamenn telja sig hafa sýnt fram á þetta. Hálftíma raförvun dugði til að bæta minnið um 8% hjá þeim 13 einstaklingum sem tóku þátt í tilrauninni.

Þátttakendur áttu að læra allmörg orð utan að um kvöldið og fyrir svefninn voru allmargar rafóður festar á andlit þeirra. Þegar fólkið var sofnað, sendu vísindamennirnir vægan straum til heilans um hálftíma skeið. Þessi raförvun olli því að fólkið féll í dýrpri svefn og það er einmitt þessi djúpi svefn sem vísindamennirnir telja bæta minnið.

Subtitle:
Old ID:
444
285
(Visited 6 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.