Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði

Reykfíknin er innan við eyrun

Læknisfræði

Stórreykingamenn sem fengið hafa blóðtappa á ákveðnu svæði í heila, virðast eiga mun auðveldara með að hætta en aðrir. Þetta sýna nú niðurstöður nýrrar rannsóknar læknisins Nasirs H. Naqvi, við Iowa og Suður-Kaliforníuháskóla í Bandaríkjunum. Hugmyndin kviknaði vegna þess að 28 ára gamall sjúklingur, sem hafði verið stórreykingamaður frá 14 ára aldri allt fram til þess dags þegar hann fékk blóðtappa í heila, hafði ekki minnstu löngun til að reykja þegar hann komst til meðvitundar. Það var síður en svo meðvituð ákvörðun hans að hætta , en nú fann hann beinlínis til ógeðs þegar hann fann reykingalykt. Yfirleitt getur löngun í nikótín hins vegar komið upp í mörg ár eftir að fólk hættir að reykja.

Þessi uppgötvun varð til þess að Naqvi og samstarfsfólk hans hóf reglubundna rannsókn á sjúkraskrám reykingafólks sem hafði orðið fyrir heilaskaða. Af 32 slíkum sjúklingum reyndust 16 hafa hætt að reykja strax eftir heilasköddunina. Heilaskannanir bentu á ákveðin heilasvæði sem nefnast “insula” eða “eyja” og að sköddun þessara heilastöðva virtist gera fólki 100-falt léttara að reykja. Þetta opnar möguleika á nýjum aðferðum til að hætta að reykja, t.d. með því að örva þessar heilastöðvar með rafmagni.

Subtitle:
Blóðtappi kemur reykingamönnum til að hætta.
Old ID:
468
305
(Visited 13 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.