Smábörn skilja hunda

Hálfs árs gömul börn vita af eðlisávísun hvort hundur er vinalegur eða árásargjarn, jafnvel þótt þau hafi aldrei séð hund fyrr. Þetta er niðurstaða vísindamanna hjá Brigham Young-háskóla í Bandaríkjunum eftir rannsókn sem náði til 128 smábarna sem aldrei höfðu séð hund áður. Börnunum voru sýndar tvær myndir af sama hundinum. Á annarri var hundurinn grimmur á svip og lét skína í tennurnar, en á hinni myndinni var hundurinn hinn vinsamlegasti. Vísindamennirnir spiluðu líka upptökur fyrir börnin, annars vegar af ögrandi urri en hins vegar af glaðlegu gjammi. Röðin var tilviljanakennd og vísindamennirnir athuguðu hvort börnin væru fær um að tengja saman mynd og hljóð á réttan hátt. Og það reyndust þau geta. Flest börn horfðu lengur á þá mynd sem samsvaraði hljóðinu.

Subtitle:
Old ID:
957
774
(Visited 31 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.