Sveigð lend heldur konum uppréttum

Læknisfræði

Konur sem komnar eru langt á meðgöngu, geta virst afkáralegar, en eru engu að síður eins konar þróunarfræðilegt meistaraverk.

 

Nýjar bandarískar rannsóknir sýna að hryggsúla konunnar er líkust langþróaðri verkfræðihönnun og neðstu hryggjarliðirnir hafa á milljónum ára tekið framförum sem gera það að verkum að konan helst upprétt, þrátt fyrir þungunina.

 

Katherine Whitcombe, sem er mannfræðingur við Harvardháskóla hefur rannsakað 19 þungaðar konur á aldrinum 20 – 40 ára og uppgötvað að lendaliðirnir svigna æ meira fram eftir því sem líður á meðgönguna. Sveigjan getur orðið allt að 60% meiri en í upphafi meðgöngu.

 

Hryggsúla bæði karla og kvenna er nokkuð sveigð til að gefa göngulagi á tveimur fótum aukinn stöðugleika.

 

En þessi rannsókn sýnir að hryggsúla kvenna getur tekið á sig enn meiri sveigju.

 

Ástæðan er sú að lendaliðir kvenna eru nokkuð öðruvísi lagaðir og þrír þeirra taka þátt í hryggsveigju konunnar á móti aðeins tveimur hjá körlum.

 

Burðarflötur þessara hryggjarliða er að auki stærri í konum og þeir geta því borið meiri þunga án þess að hnykkjast til. Þessi aðlögun er a.m.k. tveggja milljón ára gömul, því hún var þegar komin til sögunnar hjá tegundinni Austalopithecus.

 
 
(Visited 31 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR