Maðurinn

Þess vegna þráum við faðmlög

Kórónuveiran og allt sem henni fylgdi hefur gert það að verkum að færri faðmast nú til dags og við snertum húð annarra sjaldnar. Ef marka má vísindarannsóknir hefur líkamleg snerting hins vegar margvísleg jákvæð áhrif á heilsu okkar.

BIRT: 29/04/2023

Þau geta verið klaufaleg, önnur vinsamleg og enn önnur tilfinningaleg.

 

Til eru ýmis blæbrigði faðmlaga og við erum ekki öll jafn viljug að faðma fólk.

 

Svo kom kórónuveiran og neyddi okkur öll til að vera spör á alls kyns faðmlög, svo ekkert var við því að segja þótt ýmsa var farið að lengja eftir góðu, þéttu faðmlagi.

 

Ef marka má vísindalegar rannsóknir hafa faðmlög ýmislegt gott og gagnlegt í för með sér fyrir heilsu mannanna.

 

1. Faðmlag gott fyrir hjartað

Sumir segja að þeim hlýni um hjartarætur þegar þeir eru faðmaðir innilega.

 

Færri vita þó sennilega að faðmlög og innileg snerting virka beinlínis sem hjartalyf.

 

Tilraun vísindamanna, við m.a. Chapel Hill háskólann í Norður-Karólínu, leiddi í ljós að tiltölulega skammvinn faðmlög geta haft jákvæð og verndandi áhrif á heilbrigði hjartans.

 

Faðmlag og snerting makans stuttu fyrir streituvaldandi aðstæður geta nefnilega lækkað blóðþrýstinginn og hægt á hjartslætti svo um munar.

 

2. Faðmlög vernda gegn sjúkdómum

Í tilraun einni sem gerð var við Carnegie Mellon háskólann í Bandaríkjunum tókst að sanna að tíð faðmlög geta varið okkur gegn kvefi og öðrum kvillum.

 

Vísindamennirnir spurðu rösklega 400 þátttakendur rannsóknarinnar hversu oft þeir hefðu verið faðmaðir á tveggja til þriggja vikna tímabili og báru síðan niðurstöðurnar saman við viðnámsþrótt þeirra gagnvart sjúkdómum.

 

Rannsóknin leiddi í ljós að tíð faðmlög geta varið okkur gegn sjúkdómum og sýkingum, auk þess að milda sjúkdómseinkenni.

 

3. Faðmlög losa um hamingjuefni

Tilraunir hafa sýnt að almennilegt faðmlag, helst lengur en 20 sekúndur, getur valdið því að ofgnótt svonefndra gleði- og kærleiksefna myndast í heila.

 

Eitt þessara efna er hormónið oxýtósín sem sumir kalla „knúshormónið“.

 

Oxýtósín er myndað í undirstúku heilans og er m.a. þekkt fyrir að draga úr framleiðslu streituhormónsins kortísóls og fyrir að stuðla að langvarandi félagstengslum milli þeirra sem faðmast eða snerta húð hvers annars með öðrum hætti.

 

Karlar eru með minna magn af oxýtósíni í heila en konur og fyrir vikið hafa rannsóknir við Kaliforníuháskóla leitt í ljós að karlmönnum gagnast einkar vel að faðma aðra og að vera faðmaðir.

 

Önnur hamingjuefni sem myndast við faðmlag eru:

 

  • Serótónín sem sendir boð milli taugafrumna og gegnir mikilvægu hlutverki fyrir skapferli, matarlyst, svefn og minni.

 

  • Dópamín sem myndast í umbunarstöðvum heilans, nucleus accumbens, tengist því beint hvenær okkur líður vel.

 

  • Endorfín sem losna úr læðingi í heila og niður í mænu, hafa þau áhrif að draga úr sársauka og að örva gleði.

 

4. Faðmlög geta lægt óttann við dauðann

Hræðslan við að deyja getur herjað á alla en þeir sem búa yfir lítilli sjálfsvirðingu óttast dauðann oft meira en aðrir.

 

Í tilraun einni í VU háskólanum í Amsterdam sem birtist í tímaritinu Psychological Science árið 2014, var sýnt fram á að faðmlög og líkamleg snerting geta dregið úr dauðahræðslu fólks með lítið sjálfstraust. Ef marka má stjórnanda tilraunarinnar, Sander Kool, nægir að snerta lauslega og tilviljanakennt.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Nanna Vium

Shutterstock

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

NÝJASTA NÝTT

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Vinsælast

1

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

2

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

3

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

4

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

5

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

6

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

3

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

4

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

5

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

6

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Maðurinn

10 óvanalegar tegundir af fælni

Náttúran

Loftslagsfyrirbrigði gæti aukið bráðnun í norðri

Maðurinn

Mjúki maðurinn gengur í arf

Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Alheimurinn

NASA: 50 metra stór loftsteinn getur skollið á jörðina árið 2046

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Jarðkúlunni er skipt í 25 tímabelti sem hvert hefur sinn staðartíma. Hvenær var farið að skipta í tímabelti og hver átti hugmyndina að því?

Jörðin

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is