Þola allir mjólk?

Kornabörn þola öll efni í móðurmjólkinni, en sú hæfni hverfur hjá meginþorra mannkyns upp úr því að brjóstagjöf er hætt. Sökudólgurinn er laktósi, sem er orkurrík sykursameind.

Þarmarnir vinna ekki á laktósa, heldur brýtur ensímið laktase það niður, m.a. í glúkósa, áður en líkaminn getur nýtt sér sykurinn. Gerist þetta ekki veldur laktósinn truflunum í þörmunum, niðurgangi og í versta falli vannæringu.

 

Nær allir jarðarbúar hafa í sér genið sem kóðar fyrir laktase, en eftir að brjóstagjöf er hætt dregur úr virkni þessi. Um þriðjungur mannkyns, einkum íbúar í Norður-Evrópu, hefur þó stökkbreytta útgáfu sem viðheldur virkninni alla ævi.

 

attractive woman with lactose intolerance looking at glass of milk

                                           Aðeins þriðjungur fullorðinna þolir mjólk

(Visited 1.039 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.