Þrjár flökkusögur um kjöt krufnar til mergjar

Satt eða logið: Kjötát hefur löngum verið umdeilt og sögusagnir um ágæti þess fjölmargar. Hér verður skoðað hvort það sé eitthvað kjöt á beinum þeirra útbreiddustu.

1. Kjöt inniheldur einstaka næringu

Logið: Til að virka með sem bestum hætti þarf líkaminn að fá nauðsynlegar amínósýrur, sem mikið er af í kjöti. En jurtir innihalda einnig sömu amínósýrur, bara í minna magni.

Þegar dýr éta plöntur og örverur safnast amínósýrurnar upp í vöðvum þeirra. Þess vegna er auðvelt fá með hraði ráðlagðan lágmarksskammt af amínósýrum með kjötáti.

Gæti jurtaætur þess að borða fjölbreytta fæðu með t.d kjúklingabaunum, spínati og maís, nægir það til að uppfylla nauðsynlegan skammt af amínósýrum.

2. Nautgripir sem eru nuddaðir gefa meyrara kjöt af sér

Logið: Kjöt frá hinum japönsku Wagyu – nautgripum þykir ótrúlega meyrt og margir telja það stafa af því að dýrin séu nudduð reglulega og þeim gefinn bjór.

Í raun eru nautgripirnir einungis nuddaðir verði þeir fyrir einhverju hnjaski og bjórinn er gefinn til að auka matarlyst þeirra. Það er hátt fituinnihald kjötsins, og þá einkum af ómettaðri fitu, sem gerir kjötið meyrt.

Ómettuð fita hefur ólíkt mettaðri fitu einsleita og jafna formgerð sem gerir hana meyrari. Dreifing fitunnar í kjötinu veldur því að kjötið líkist einna helst marmara.

3. Kjöt getur valdið ofnæmi

Húðpróf gerir líkama þinn útsettan fyrir litlu magni af kjöti og getur sýnt fram á kjötofnæmi.

Satt: Bit frá hinum amerísku Lone Star – mítlum dreifir sykrunni alfa – gal um blóðrásina, en ónæmiskerfið lítur á sykruna sem vágest og bregst við með því að mynda mótefni.

Alfa – gal er einnig að finna í t.d. nautgripum, svínum og sauðfé. Þegar kjöt af þessum skepnum er innbyrt geta mótefnin í kjötinu, sem bit mítlanna orsakaði, valdið heiftarlegu ofnæmisviðbragði sem getur verið banvænt.

(Visited 4.990 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.