Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði Tækni Uppfinningar

Tilfinning í gervihönd

Gervihönd sem bæði hefur tilfinningar og sýnir viðbrögð eins og eðlileg hönd. Þessari framtíðardraumsýn hafa vídindamenn hjá háskólasjúkrahúsinu Campus Bio-Medico í Róm og þýsku stofnuninni Fraunhofer-Gesellschaft komist stóru skrefi nær. Höndin gerir notandanum kleift að finna fyrir hlutum og yfirborði sem hann snertir og hefur skilað góðum árangri í prófun hjá 26 ára gömlum Ítala, Pierpaolo Petruzziello, sem missti vinstri höndina í bílslysi.

LifeHand var tengd við taugakerfið í handlegg Petruzziellos með 4 rafóðum, aðeins 10 milljónustu úr millimetra að þykkt og hann varð eftir það fær um að stýra höndinni með heilaboðum. Sjálfur segir Petruzziello að 95% af hugarskipunum hans hafi skilað sér rétt út í gervihöndina. Hann gat t.d. tekið upp hluti með því að hugsa sér að hann tæki um hlutina með vinstri hendi og hann fann sömuleiðis fyrir snertingunni. LifeHand var þó ekki fest á handlegg hans, heldur einungis tengd við taugarnar. Tilraunin stóð heldur ekki yfir nema í mánuð, vegna skamms líftíma rafóðanna. Ofan í kaupið er bæði dýrt og vandasamt að skipta rafóðunum út. Sumir vísindamannanna að baki LifeHand vinna þess vegna nú að annarri gervihönd, SmartHand, sem ætlað er að verða ekta gervilimur.

SmartHand er þróuð í samstarfi við háskólann í Lundi í Svíþjóð og vísindamennirnir reikna með að um þrjú ár líði áður en reynslan af LifeHand og SmartHand muni vonandi leiða af sér nýja áfasta gervihönd sem aflimaðir geti upplifað næstum sem sína eigin hönd.

Subtitle:
LifeHand er tengd taugakerfinu og tilfinningar því eðlilegar
Old ID:
1155
973
(Visited 13 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.