Visit Sponsor

Skrifað af Maðurinn Sjúkdómar og læknisfræði

Vesti afhjúpar geðsjúkdóm

Læknisfræði

Það getur verið erfitt að greina vissa geðræna sjúkdóma. En nú hafa vísindamenn þróað gervigreindarvesti sem á að auðvelda þetta.

Íklæddur vestinu er sjúklingurinn láta fara inn í herbergi þar sem hann hefur aldrei komið áður og vöktunarvélar fylgjast með hverri hreyfingu hans. Vestið skráir allar breytingar á blóðþrýstingi, andardrætti, svitaframleiðslu o.s.frv. Að nokkrum tíma liðnum hafa vestið og myndavélarnar safnað nægum upplýsingum til að læknarnir geti séð einstaklingsbundið hreyfingamynstur. En einmitt hreyfingamynstur getur skipt miklu máli varðandi sjúkdómsgreininguna. Nú binda menn vonir við að sá dagur komi að 15 mínútur í vestinu og vöktuðu herbergi muni duga læknum til sjúkdómsgreiningar.

Subtitle:
Old ID:
519
364
(Visited 3 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019