20 kynja tungumál

Karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn eru okkur kunn málfræðihugtök. Í afríska tungumálinu fulfulde, er þetta nokkru flóknara. Fulfulde er talað á Sahel-beltinu fyrir sunnan Sahara og er að líkindum það tungumál sem hefur flest málfræðileg kyn, nefnilega um 20.

Málvísindamenn koma sér ekki fyllilega saman um nákvæma tölu, í þessu tungumáli er ákveðið kyn haft um litla, kringlótta hluti, en annað um flata og breiða. Þriðja kynið er notað um tímabil. Sérstakt kyn er notað um stafi og ámóta langa og ávala hluti. Enn eitt kynið gildir aðeins um blöð og plöntur. Fulfulde gengur líka undir heitinu pulaar. Tungumálið er til í ýmsum mállýskum og talað af alls um 25 milljónum manna.

Subtitle:
Old ID:
776
594
(Visited 45 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.