Skrifað af Fólkið á jörðinni Menning og saga Óleystar gátur

Bak við arfsögnina – Ræningi verður góðmenni

Hver kannast ekki við Hróa hött? Þessa glæsilegu og virtu alþýðuhetju sem leyndist í Skírisskógi utan við Nottingham í Englandi og stal frá hinum ríku en gaf fátækum. Þjóðsagan um Hróa, eða Robin Hood, hefur vakið aðdáun í hátt í 800 ár. En var þessi frægi útlagi til í raun og veru?

Öldum saman hafa fræðimenn án árangurs leitað sannana sem í eitt skipti fyrir öll geti staðfest eða afsannað tilvist Hróa hattar. Margir sagnfræðingar eru nú á þeirri skoðun að Hrói sé fyrst og fremst þjóðsagnapersóna, sem hafi orðið til úr sögnum af mörgum raunverulegum mönnum, og sögurnar hafi þróast og breyst í áranna rás. Einn slíkra manna gæti hafa verið Robert Hod sem dæmdur var í York árið 1225 vegna skuldar. Einnig er nefndur William Robehod sem dæmdur var í Berkshire 1262. Ræninginn Gilbert Robynhod, sem hafðist við nálægt Sussex um 1296. Nöfn þessara þriggja manna eru áþekk og í lok 13. aldar tóku æ fleiri afbrotamenn að nota nafnið Robinhood. Á 14. öld varð algengt að ræningjar notuðu dulefni á borð við Robin Hood eða Little John.

Að því er best er vitað er Robin Hood fyrst nefndur í bók í ljóði enska rithöfundarins Williams Langland „Piers Plowman“ frá árin 1337. Eftir það kemur hann við sögu í fjölmörgum sögum, söngvum og leikritum frá síðmiðöldum og á þá í höggi við fjandmenn sína. Allt frá upphafi hefur Robin Hood verið dæmigerður útlagi. En hefur í áranna rás breytt um svip, frá því að vera venjulegur vegaræningi í þá hetju fátæklinganna sem við þekkjum.

Hugmyndir okkar um hinn glaðbeitta ættjarðarvin með samfélagslega samvisku og af aðalsuppruna eiga yngri rætur, m.a. í skáldsögunni „Ivanhoe“ eða „Ívar Hlújárn“ (1819) eftir Walter Scott. Sérfræðingur í breskum miðaldaskjölum fann árið 2009 skjal frá um 1460 og þar kveður við allt annan tón. Hér segir nefnilega að Robin Hood hafi verið mikil plága á Englandi vegna umfangsmikilla rána.

(Visited 16 times, 1 visits today)
Síðast breytt: janúar 21, 2020

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.