Tíska djöfulsins vakti upp reiði kaþólsku kirkjunnar

Klofbótin þótti hátíska meðal herramanna á miðöldum. Þetta var klæðispungur, sem huldi kynfæri karla.

 

Klofbætur voru af margvíslegum gerðum. Sumar voru sívalar, en aðrar sem belgir, oft útsaumaðar og festar við buxurnar með snæri, slaufum eða hnöppum. Það má helst líkja þeim við pungbindi íþróttamanna nú á dögum.

 

Klofbótin var lausn á vanda nokkrum sem varð þegar tískan breyttist á 15. öld. Þá tóku karlmenn að klæðast eins konar sokkabuxum sem þeir hnýttu um mittið. Þegar kirtlarnir tóku að styttast þurfti að hylja fjölskyldudjásnin og klofbótin kom til sögunnar.

 

Stundum var hún bólstruð með sagi eða ull og þegar líða tók á 16. öldina var fyrirferðin oft orðin nokkuð mikil og áberandi skrautleg.

 

Þá var líka siðgæðisvörðum kaþólsku kirkjunnar nóg boðið og tóku að kalla þetta Djöfulsins tísku. Undir lok 16. aldar hvarf síðan klofbótin alveg af sjónarsviðinu.

 
 
(Visited 77 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR