Eru til mismunandi gerðir af biblíunni?

Já, það eru til mismunandi útgáfur. Biblía kristinna manna er samsett úr tveimur hlutum, annars vegar 27 kristnum ritum sem safnað var saman í hið svokallaða nýja testamenti á 3. og 4. öld. Þessi rit voru skrifuð á grísku og sett aftan við gríska útgáfu af biblíu gyðinga, sem nefnd var gamla testamentið.

Í þessari snemmbornu biblíu voru tekin með nokkur rit af vafsömum uppruna (svonefnd apókrýf rit) sem ekki voru í bók gyðinga og þeim var komið fyrir milli gamla og nýja testamentisins. Í upphafi 5. aldar þýddi Hieronymus kirkjufaðir þessa biblíu á latínu. Gamla testamentið þýddi það þó beint úr frummálinu, hebresku. Þessi þýðing nefnist Vulgata og öðlaðist viðurkenningu kirkjunnar.

Þegar Lúter þýddi Vulgata á þýsku upp úr 1520, sleppti hann þessum apókrýfu ritum, en gaf þau út í sérstöku hefti. Í sumum af nýrri biblíuútgáfum mótmælenda hafa þessi rit verið tekin með að nýju og þau hafa alltaf verið hluti af kaþólsku biblíunni og biblíu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Á hinn bóginn hafa apókrýf rit af kristnum uppruna, svo sem Tómasarguðspjall og hið nýfundna Júdasarguðspjall aldrei verið tekin inn í biblíuna. Öllu þessu til viðbótar endurspegla mismunandi ýðingar svo eðlilega ákveðinn mun á lífs- og trúarsýn á mismunandi tímum.

Subtitle:
Old ID:
441
282
(Visited 49 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.