Skrifað af Fólkið á jörðinni Menning og saga

Flugmaður opnaði fyrsta flugbíóið

Sem fyrrverandi flugmaður í bandaríska flotanum var Ed Brown yngri sannfærður um að flugvélar ættu eftir að verða algeng einkafarartæki. Þann 3. júní 1948 opnaði hann því stórt flugvélabíó skammt frá Wall Township í New Jersey.

Gestir áttu að koma fljúgandi, lenda á mjórri flugbraut við hliðina á bíóinu og leggja síðan flugvélunum framan við stórt sýningartjald. Alls var rými fyrir 25 flugvélar. Hljóðið barst úr litlum hátalara sem settur var inn í hverja flugvél og rétt eins og í bílabíóum var á staðnum veitingasala og þjónustufólk og svo auðvitað salernisaðstaða. Til allrar lukku hafði Ed Brown verið svo forsjáll að hafa líka pláss fyrir um 500 bíla, enda varð reyndin sú að langflestir komu á bílum.

Bílabíó voru mjög vinsæl í Bandaríkjunum og 10 árum síðar voru þau orðin alls 4.000 talsins. Hugmyndin um flugbíó náði ekki sömu hæðum, enda höfðu fæstir efni á að kaupa sér flugvél. Ed Brown lét slík smáatriði þó ekki stöðva sig. Skömmu síðar opnaði hann annað flug- og bílabíó, að þessu sinni í Manahawkin við veg 72 í New Jersey.

Subtitle:
Old ID:
851
667
(Visited 21 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.