Forfeður okkar stunduðu sjó fyrir 130.000 árum

Jafnvel fleiri hundruð þúsund ára gömul steináhöld sem fundist hafa á Krít benda til að forfeður okkar hafi verið færir um langar sjóferðir og nýtt landnám löngu áður en menn hafa talið. Bandarískir og grískir vísindamenn hafa fundið um 2.100 áhöld á suðurströnd þessarar grísku eyju. Aldursgreining sýnir að þau séu a.m.k. 130.000 ára en gætu mögulega verið allt að 700.000 ára. Vísindamennirnir telja að handaxir úr tinnu og kvartsi séu gerðar af mönnum sem siglt hafi til eyjarinnar, kannski frá Norður-Afríku, sem er í 200 sjómílna fjarlægð.

Subtitle:
Old ID:
1279
1098
(Visited 10 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.