Skrifað af Menning og saga Trú og trúabrögð

Hafa englar alltaf verið með vængi?

Þeir vængir sem við tengjum við englana í frásögnum biblíunnar, virðast hafa orðið til í heilabúi myndlistarmanna. Menn þurftu skýringu á því hvernig englarnir komust frá himni til jarðar.

Biblían nefnir ekki vængi í tengslum við engla. Og englar biblíunnar öðluðust heldur ekki vængi fyrr um um 400. Suma af elstu vængjunum má sjá á mósaíkmyndum í Santa Maria Maggiore-kirkjunni í Róm. Enn eldri vængi var þó reyndar að finna á myndum í katakombunun undir Rómaborg í lok 3. aldar.

Í öðrum trúarbrögðum, grískum, rómverskum og mið-austurlenskum, er einnig að finna vængjaðar verur. Sem dæmi má nefna forn-grísku guðina Hermes og Eros. Ennþá eldri eru vængjaðar verur Babýloníumanna og Assýringa, svo sem kerúbarnir, sem voru í dýrslíki en með mannshöfuð og vængi. Í mörgum öðrum trúarbrögðum, t.d. íslam, hindúisma og búddisma er einnig að finna engla eða aðrar vængjaðar verur.

Subtitle:
Old ID:
465
302
(Visited 9 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.