Hvaðan kemur páskahérinn?

Páskahérinn er vel þekktur víða um Vesturlönd og kemur meira að segja sums staðar með páskaeggin. En hver er uppruni þessa siðar?

Páskahérans varð fyrst vart í Heidelberg í Þýskalandi í lok 17. aldar, en hérar og kanínur voru á hinn bóginn vel þekkt tákn frjósemi og spírandi lífs á vorhátíðum í fornum trúarbrögðum. Þýskir vesturfarar tóku siðinn með sér til Bandaríkjanna þar sem hann náði miklum vinsældum upp úr miðri 19. öld. Smám saman fór páskahérinn að færa börnum sætindi og meira að segja að verpa eggjum, sem óneitanlega er kyndug hegðun hjá nagdýri.

 

Á Norðurlöndum voru hérar og kanínur talin meindýr, enda gátu þessar skepnur eyðilagt uppskeruna og páskahérinn átti því lengi erfitt uppdráttar þar. En um aldamótin 1900 komst hann norður yfir dönsku landamærin og breiddist þaðan hægt og sígandi til norðurs.

 

Páskahérinn lifir nú góðu lífa í fjölmörgum löndum, en í Ástralíu þykir mönnum þó meira en nóg um. Hér er svo mikið af kanínum og hérum að vistkerfinu stendur ógn af þeim og því hafa Ástralir hrundið af stað herferð gegn páskahéranum. Þar í landi er það nú lítið pokadýr, “Easter bilby” sem kemur með páskaeggin.

 
 
(Visited 140 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR