Skrifað af Eldri siðmenningar og fornleifafræði Fólkið á jörðinni Menning og saga

Hvers vegna er janúar fyrsti mánuður ársins?

Áramótum hefur verið fagnað síðan í fornöld, en janúar hefur ekki alltaf verið fyrsti mánuður ársins. Babýloníumenn hófu nýtt ár á vorin í upphafi nýs landbúnaðarárs. Rómverjar héldu upp á áramót nálægt jafndægri á vori í mars fram til 153 f.Kr. Þessi mánuður var helgaður stríðsguðinum Mars og á þessum tíma tóku nýir konsúlar við völdum í öldungadeildinni. Menn héldu upp á áramótin með því að gefa hver öðrum grein með nýútsprungnum blöðum. Greinarnar voru lagðar framan við húsin.

Í upphafi voru mánuðir Rómverja aðeins 10 en þannig varð árið ekki nógu langt og einhvern tímann á 4. – 6. öld f.Kr. var janúar og febrúar bætt við og febrúar var reyndar á undan janúar framan af. Eftir ýmsar tilfæringar endaði janúar framar og frá og með 153 f.Kr. varð hann fyrsti mánuður ársins. Nýárið var nú um vetrarsólhvörf, en á þeim tíma höfðu Rómverjar lengi haldið aðra hátíð. Janúar fékk nafn eftir guðinum Janusi sem hafði tvö andlit og gat horft aftur í tímann með öðru en til framtíðar með hinu.

Allt fram á miðaldir var haldið upp á áramót á ýmsum tímum víðs vegar um heim. Algengast var þó að miða áramót við vetrarsólhvörf eða jafndægur á vori. í Austur-rómverska ríkinu voru áramót þó haldin um 1. september að hausti, samkvæmt fornri, grískri siðvenju. Allt fram að aldamótunum 1700 voru áramót haldin 1. september í Rússlandi, Sikiley og Suður-Ítalíu. Englendingar notuðu bæði borgaralegt nýár 1. janúar og upphaf lagalegs árs þann 25. mars allt fram til 1752. Síðari dagsetningin átti sér kirkjulegar orsakir. Dagurinn er sem sé boðunardagur Maríu. Víða var líka haldið upp á nýtt kirkjuár á fyrsta sunnudegi í aðventu.

Áramót hafa sem sé verið á ærið mismunandi tíma og gátu t.d. ráðist af landbúnaði, stjórnmálum eða kirkjulegum viðburðum.

Subtitle:
Hefur nýtt ár alltaf hafist á sama tíma? Og hve lengi hafa menn haldið áramót?
Old ID:
1011
828
(Visited 19 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.