Neandertalsmenn töluðu flókið mál

Fornleifafræði

Neandertalsmenn gátu talað, alveg á sama hátt og nútímamaðurinn. Þeir höfðu a.m.k. í sér það gen sem talið er lykillinn að uppsprettu talmáls.

Genið kallast FoxP2 og er enn sem komið er eina genið sem unnt hefur reynst að tengja beint við talmál. Þetta gen er reyndar að finna í flestum spendýrum en tvær stökkbreytingar á því virðast hafa skapað manninum hina einstæðu málhæfni. Hópur vísindamanna hefur nú rannsakað erfðaefni úr 40.000 ára gömlum beinum tveggja Neandertalsmanna og fundið þar sömu tvær stökkbreytingarnar. Þetta þýðir að líkindum að talmál Homo neanderthalensis hafi verið alveg jafn flókið og mál Homo sapiens.

Subtitle:
Old ID:
588
430
(Visited 32 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.