Norður-Kóreubúar flýja stríð yfir hrunda brú

Á flótta undan framrás herafla í Kóreustríðinu þurftu norður-kóreskir borgarar að fara yfir rústir brúar yfir fljótið Taedong á leið þeirra suður á bóginn. Myndin er tekin þann 4. desember 1950 af bandaríska ljósmyndaranum Max Desfor á svæði sem nú tilheyrir Norður-Kóreu.

Heraflar Kínverja og Norður-Kóreumanna höfðu nýverið náð höfuðborginni Pyongyang á sitt vald, og sjálfur hafði ljósmyndarinn með naumindum sloppið út úr borginni. Aðrir voru ekki jafn lánsamir. Á leið sinni meðfram fljótinu kom Max Desfor auga á mörg hundruð manns sem klifruðu yfir sundurskotna brú sem var að hluta til á kafi. Ískalt var í veðri og fjölmargir féllu í fljótið og fórust þar.

„Ég gleymi aldrei þessari sýn. Hundruðir manna klifruðu eins og maurar á sundurtættum bitum brúarinnar, “ segir Max Desfor sem var þá stríðsljósmyndari fréttastofunnar AP í Kóreustríðinu.

Myndin færði Max Desfor næsta ár Pulitzer-verðlaunin fyrir framúrskarandi blaðamennsku. Kórea hefur skipst í Norður og Suður frá því vopnahlé var samið árið 1953.

Subtitle:
Old ID:
948
765
(Visited 23 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.