Skrifað af Eldri siðmenningar og fornleifafræði Menning og saga

Sjö jarðbikshraun finnast á hafsbotni

Aðeins 16 km út frá strönd Kaliforníu eru sjö stórar gosstöðvar neðansjávar. Hér eru ekki á ferð neinar venjulegar eldstöðvar, sem spúa hrauni í gosum, heldur svonefndar „jarðbikseldstöðvar“ sem senda frá sér eins konar malbik í stað hrauns, þegar þær gjósa. Stærsta gosstöðin er á 220 metra dýpi, á hæð við sex hæða hús og á við tvo fótboltavelli að flatarmáli. Þessar gosstöðvar uppgötvuðust árið 2007 og síðan hafa vísindamenn rannsakað þær nákvæmlega. Nú er vitað að þær eru milli 31.000 og 44.000 ára gamlar, en á þeim tíma streymdi olía hér upp og storknaði þegar hún komst í snertingu við kaldan sjó á hafsbotninum. Á stöku stað lekur enn olía og gas upp um sprungur, en það eru liðin mörg þúsund ár síðan þarna var síðast alvörugos og engin hætta á ferðum, segja vísindamennirnir. Þeir koma m.a. frá Kaliforníuháskóla og hafa margoft skoðað fyrirbrigðið með kafbátum og tekið sýni.

Við þessar 7 gosstöðvar eru alls um 100.000 tonn af jarðbiki, sem vissulega er storknað, en þó nokkuð gljúpt. Moli úr þessu efni verður fljótt að dufti, sé hann settur í mortél og malaður með stautnum. Jarðbikshraun fundust fyrst árið 2003 en síðan hafa slík fyrirbrigði verið uppgötvuð víða um heim. Aðeins örfáar slíkar gosstöðvar eru enn virkar.

Subtitle:
Sjaldséðar gosmenjar á 200 metra dýpi undan strönd Kaliforníu
Old ID:
1281
1100
(Visited 13 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.