Visit Sponsor

Skrifað af Fólkið á jörðinni Menning og saga

Skátar stöðva hnerra

Þegar skáti læðist um í náttúrunni, getur hávær hnerri auðveldlega afhjúpað hann. Sérhver góður skáti þarf því að kunna að stöðva hnerrann. Og eins og sjá má á þessari mynd úr sígarettupakka frá 1912, þarf ekki annað en að halda vísifingri upp að nefinu og þrýsta þar til hnerraþörfin hverfur.

Player‘s var eitt af fyrstu bresku tóbaksfyrirtækjunum sem settu safnaramyndir í sígarettupakkana. Ein myndaröðin var sótt í hina vinsælu skátahreyfingu sem Baden Powell stofnaði í Englandi 1907. Nú til dags er öllu erfiðara að sjá samhengið milli reykinga og heilbrigðrar útiveru.

Subtitle:
Old ID:
1167
985
(Visited 4 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019